Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. maí 2021 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Stefna á titilinn - „Verið að byggja eitthvað sérstakt upp á Selfossi"
Hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjóru leikjunum.
Hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjóru leikjunum.
Mynd: Selfoss
Benna er bandarísk sóknarkona sem fædd er árið 1997.
Benna er bandarísk sóknarkona sem fædd er árið 1997.
Mynd: Selfoss
Mynd: Selfoss
Brenna Lovera var valin besti leikmaður fjórðu umferðar í Pepsi Max-deild kvenna. Hún var valin best í 4-3 sigri Selfoss gegn Þrótti þar sem hún skoraði tvö mörk. Hún er komin með fimm mörk í fyrstu fjórm umferðunum og er Selfoss í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga.

Brenna gekk í raðir Selfoss fyrir þessa leiktíð en einhverjir muna eftir henni frá því hún lék með ÍBV sumarið 2019 og skorað sex mörk í níu leikum. Fótbolti.net hafði samband við hana í dag.

Elskar að vera á Selfossi
Hvernig hafa fyrstu vikurnar á Selfossi verið?

„Fyrstu vikurnar hafa verið frábærar. Ég hef elskað að vera hérna, liðsfélagarnir tóku mjög vel á móti mér og æfingarnar hafa bæði verið öflugar og skemmtilegar. Ég hef notið þess að vera á Selfossi og hef kynnt mér aðeins sögu bæjarins. Ég er spennt að sjá meira af Íslandi!" sagði Brenna.

Leikmenn ná mjög vel saman
Þið hafið byrjað tímabilið vel, hver er lykillinn?

„Stór partur af því er hversu vel leikmenn ná saman og við höfum náð að ná góðri tengingu milli leikmanna á skömmum tíma. Það hefur hjálpað þegar kemur upp eitthvað mótlæti í leikjum. Eins og í leikjunum gegn Stjörnunni og Þrótti, þá náðu þau að jafna en við treystum á hvor aðra og við náðu að ná inn sigrunum. Við erum lið sem getur keppt við öll lið í deildinni og það er erfitt að eiga við okkur."

Geta haldið genginu áfram
Hvað þarf liðið að gera til að halda þessu gengi áfram?

„Við þurfum að halda áfram að læra inn á samherjana og leikkerfið með hverjum leiknum sem líður. Hver og einn leikur er ákveðin reynsla sem hægt er að læra af og við getum bætt okkur í litlum atriðum. Á meðan við styðjum áfram vel við hver við aðra þá mun liðið halda áfram á réttri braut í komandi leikjum."

Markmiðið að vinna deildina og vera besti framherjinn
Hvert er markmiðið í sumar?

„Markmið liðsins er að vinna deildina, að halda áfram að þróast sem lið og bæta okkar leik jafnt og þétt á tímabilinu."

Ertu með eitthvað persónulegt markmið?

„Mitt markmið er að vera besti framherjinn í deildinni og að hjálpa liðinu að eiga árangursríkt tímabil."

Verið að byggja eitthvað sérstakt upp á Selfossi
Hvernig kemur það til að þú ert kominn aftur til Íslands eftir veru í Portúgal. Af hverju Selfoss?

„Portúgal hentaði mér ekki alveg sem leikmanni. Þegar Selfoss hafði samband þá var það of gott tækifæri til að segja nei við, Alfreð er frábær þjálfari."

„Það er verið að byggja upp eitthvað sérstakt hérna með stuðningi samfélagsins og stuðningsmönnum félagsins. Ég er ótúlega spennt að vera hluti af því."

„Ég er einfaldlega að njóta þess að spila leikinn sem eg elska á jafn yndislegum stað,"
sagði Brenna að lokum.

Næsti leikur Selfoss er gegn Fylki eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner