Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. maí 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ótrúlegur sigur River með miðjumann í marki og enga varamenn
Enzo Perez er 35 ára gamall og á 26 leiki að baki fyrir Argentínu.
Enzo Perez er 35 ára gamall og á 26 leiki að baki fyrir Argentínu.
Mynd: Getty Images
River Plate 2 - 1 Santa Fe
1-0 Fabrizio Angileri ('3)
2-0 Julian Alvarez ('6)
2-1 Kelvin Osorio ('73)

Það fór hreint ótrúlegur leikur fram í Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildinni, í nótt.

River Plate tók þar á móti Santa Fe en var án 20 leikmanna í hópnum, sem eru í sóttkví vegna Covid. Þar á meðal voru allir fjórir markverðir félagsins. Argentínska stórveldið bað um að fresta leiknum en fékk skipun um að mæta til leiks með ellefu menn í hópnum.

River Plate náði að mæta með ellefu leikmenn í leikinn gegn Santa Fe en var án varamanna. Miðjumaðurinn Enzo Perez, fyrrum leikmaður Valencia og Benfica, setti markmannshanskana á sig og tók sér stöðu á milli stanganna með ótrúlegum árangri.

Heimamenn komust í tveggja marka forystu snemma leiks og héldu henni þar til Kelvin Osorio skoraði á 73. mínútu.

Nær komust gestirnir frá Kólumbíu ekki og er River Plate á toppi riðilsins, einu stigi fyrir ofan brasilíska félagið Fluminense sem tapaði óvænt gegn Junior í gær.

Sjáðu frammistöðu Enzo Perez
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner