Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Milan þarf einungis eitt stig til að vinna deildina
Bikarinn fer á loft um helgina
Bikarinn fer á loft um helgina
Mynd: EPA
Lokaumferðin í Seríu A fer fram um helgina en Milan og Inter berjast um titilinn.

Umferðin er nokkuð dreifð sem er ansi sérstakt en Roma getur tildæmis í kvöld tryggt Evrópudeildarsæti með sigri á Torino.

Á morgun er eitthvað minna um krassandi baráttu. Genoa, sem féll úr deildinni á dögunum, mætir Bologna á meðan Lazio spilar við Verona. Lazio getur tryggt 5. sæti deildarinnar. Fiorentina spilar við Juventus á meðan Atalanta leikur við Empoli.

Á sunnudag spilar Lorenzo Insigne sinn síðasta leik fyrir Napoli er liðið mætir Spezia klukkan 10:30 en titilbaráttuleikirnir fara báðir fram klukkan 16:00.

Inter er heima gegn Sampdoria á meðan Milan heimsækir Sassuolo. Milan er á toppnum með 83 stig, tveimur stigum meira en Inter. Sassuolo vann Milan í fyrri leik liðanna á tímabilinu og gæti lokaleikurinn alveg eins boðið upp á dramatík. Milan þarf einungis eitt stig til að vinna deildina þar sem Milan hefur betur gegn Inter í innbyrðisviðureignum á tímabilinu.

Fallbaráttan ræðst síðan um kvöldið. Botnlið Venezia mætir Cagliari á meðan Salernitana fær Udinese í heimsókn. Salernitana er sem stendur í öruggu sæti með 41 stig á meðan Cagliari er með 39 stig í 18. sæti.

Föstudagur:
18:45 Torino - Roma

Laugardagur:
15:15 Genoa - Bologna
18:45 Lazio - Verona
18:45 Fiorentina - Juventus
18:45 Atalanta - Empoli

Sunnudagur:
10:30 Spezia - Napoli
16:00 Sassuolo - Milan
16:00 Inter - Sampdoria
19:00 Venezia - Cagliari
19:00 Salernitana - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
3 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
6 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
12 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
13 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner