Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   fös 20. maí 2022 10:10
Elvar Geir Magnússon
Rudiger kveður Chelsea: Verður alltaf í hjarta mínu
Varnarmaðurinn Antonio Rudiger yfirgefur Chelsea í sumar og gengur í raðir Real Madrid. Hann hefur sent stuðningsmönnum Chelsea skilaboð í aðdraganda lokaleiks síns fyrir félagið, sem er gegn Watford á sunnudag.

„Ég er ekki hrifinn af kveðjustundum. En ég mun reyna að gera þessa sérstaka, beint frá hjartanu," segir Rudiger.

„Ég varð að taka ákvörðun en ég hef ekkert slæmt að segja um þetta félag. Chelsea mun alltaf vera í hjarta mínu."

Rudiger segir að stopp í viðræðum við Chelsea síðasta haust spili stóran þátt í því að hann hafi ekki framlengt við félagið.

„Samningaviðræðurnar urðu erfiðar síðasta haust. Þegar þú heyrir engin tíðindi frá ágúst til janúar þá verður staðan flókin. Eftir fyrsta tilboð kom langt gat af engu," segir Rudiger.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að Rudiger muni skilja eftir sig skarð utan sem innan vallar.

„Antonio hefur spilað stórt hlutverk í síðustu tímabilum. Hann gefur öllum sjálfstraust og er einstakur karakter. Hann getur spilað ákaflega vel og menn sem spila nálægt honum fyllast sjálfstrausti. Hann elskar ábyrgð," sagði Tuchel í síðasta mánuði.

Chelsea hefur tryggt sér þriðja sæti fyrir lokaumferðina og verður með í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner