Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Tyrkland kom á óvart en ekki á góðan hátt
Ítalía með fullt hús.
Ítalía með fullt hús.
Mynd: EPA
Senol Gunes gefur sínum mönnum fyrirmæli.
Senol Gunes gefur sínum mönnum fyrirmæli.
Mynd: EPA
A-riðillinn á Evrópumótinu er sá fyrsti sem klárast. Ítalir enduðu hann með fullt hús stiga.

Ítalía lagði Wales að velli, 1-0, í dag þar sem Matteo Pessina skoraði sigurmarkið. Það hafði mikil áhrif á leikinn að Ethan Ampadu fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleiknum.

Ítalía og Wales fara beint upp úr riðlinum. Wales hefur betur gegn Sviss í baráttunni um annað sætið á markatölu.

Sviss vann þægilegan sigur gegn Tyrklandi í dag, 3-1. Tyrkirnir voru með okkur Íslendingum í riðli í undankeppninni þar sem þeir tóku fjögur stig af heimsmeisturum Frakklands. Þeir voru mjög þéttir og góðir í undankeppninni, og þóttu líklegir til að koma á óvart á þessu móti. Þeir komu á óvart; þeir voru miklu lélegri heldur en fólk bjóst við fyrir mót.

Sviss endar í þriðja sæti með fjögur stig en það gæti verið nóg fyrir þá til að komast áfram.

Það kemur í ljós á næstu dögum þegar aðrir riðlar klárast hvort Sviss kemst áfram. Fjögur lið af sex í þriðja sæti komast áfram. Stigafjöldi og markatala ráða því hvaða lið í þriðja sæti fara áfram.

Sviss 3 - 1 Tyrkland
1-0 Haris Seferovic ('6 )
2-0 Xherdan Shaqiri ('26 )
2-1 Irfan Can Kahveci ('62 )
3-1 Xherdan Shaqiri ('68 )

Ítalía 1 - 0 Wales
1-0 Matteo Pessina ('39 )
Rautt spjald: Ethan Ampadu, Wales ('55)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner