Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. júlí 2019 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kolbeinn byrjaði í sigri - Nói tapaði
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 68 mínúturnar er AIK sigraði Helsingborg í efstu deild sænska boltans.

Sigurinn er afar mikilvægur fyrir AIK sem er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi eftir toppliði Malmö sem á þó leik til góða.

Anton Saletros skoraði í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Chinedu Obasi og innsiglaði nígeríski landsliðsmaðurinn fyrrverandi sigurinn svo sjálfur undir lokin.

AIK 2 - 0 Helsingborg
1-0 Anton Saletros ('30)
2-0 Chinedu Obasi ('81)

Í B-deildinni lék Nói Snæhólm Ólafsson allan leikinn í 0-2 tapi Syrianska gegn Brage. Bjarni Mark Antonsson lék ekki með Brage í leiknum.

Nói og félagar eru í harðri fallbaráttu, með fimmtán stig eftir fimmtán umferðir. Brage er í öðru sæti.

Syrianska 0 - 2 Brage
0-1 C. Kouakou ('59)
0-2 J. Morsay ('93)
Rautt spjald: A. Lundin, Brage ('81)
Athugasemdir
banner
banner