Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. júlí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trippier leggur mikla áherslu á að læra spænsku
Kieran Trippier er spenntur fyrir dvöl sinni í Madríd.
Kieran Trippier er spenntur fyrir dvöl sinni í Madríd.
Mynd: Getty Images
Enski hægri bakvörðurinn Kieran Trippier er mættur til Spánar, nánar tiltekið til Atletico Madrid.

Atletico keypti hinn 28 ára gamla Trippier frá Tottenham fyrr í vikunni fyrir 20 milljónir punda. Trippier skrifaði undir þriggja ára samning við Atletico Madrid en hann verður fyrsti Englendingurinn í sögu félagsins.

Í gegnum tíðina hafa ekki margir Englendingar farið frá heimalandi sínu til að spila fótbolta. Trippier hlakkar mikið til og leggur hann mikla áherslu á að læra tungumálið.

„Ég vil læra tungumálið, það er í forgangi hjá mér," sagði Trippier þegar hann var kynntur til leiks hjá Atletico. „Ég vil eiga góð samskipti við þjálfarana og leikmennina. Ég vil njóta þess að spila með Atletico og búa í Madríd."

Trippier segist ekki hafa hugsað sig tvisvar um þegar hann heyrði af áhuga Atletico. Hann er mjög spenntur að spila undir stjórn Diego Simeone.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner