Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af stelpunum í dag. Að koma hingað í útileik gegn Val og spila svona. Það er erfitt að kyngja þessu eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig svona seint.“ sagð Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir grátlegt 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Heilt yfir var Jonathan Glenn mjög sáttur með liðið sitt sem stóð lengi vel í Íslandsmeisturunum. 

Við vorum með mjög ungan hóp í dag og ég var mjög ánægður með að þær fóru eftir leikplaninu og hversu mikið þær lögðu á sig í dag. Þetta er mjög góð reynsla fyrir leikmennina að koma hingað á Valsvöllinn. En Valur er með reynslu á að vinna leiki, þær vita hvernig á að vinna leiki. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þeirra í ár sem þær vinna á seinustu sekúndum leiksins. Það er líka eitthvað sem við erum að reyna að búa til í Keflavík.

Glenn sér mikinn stíganda í frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar.

Við höfum verið að taka skref í rétta átt. Við erum að byggja þetta lið upp fyrir framtíðina og það sást í dag.

Það var baráttuandi í Keflvíkingum í dag.

Ég var mjög ánægður með það hversu vel við fórum eftir leikplaninu. En ég er mjög vonsvikinn með að tapa svona. En svona hlutir gerast. Ég er ánægður með frammistöðuna.

Glenn er spenntur að spila í Keflavík aftur en næstu leikur þeirra er gegn Þór/KA.

Við tökum marga jákvæða punkta úr þessum leik. Við erum spennt og glöð að eiga næsta leik heima í Keflavík.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, að lokum

Viðtalið við Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner