Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Óli Kristjáns: Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   lau 20. júlí 2024 19:21
Sölvi Haraldsson
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög stoltur af stelpunum í dag. Að koma hingað í útileik gegn Val og spila svona. Það er erfitt að kyngja þessu eftir að hafa fengið sigurmarkið á sig svona seint.“ sagð Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir grátlegt 2-1 tap gegn Val á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Keflavík

Heilt yfir var Jonathan Glenn mjög sáttur með liðið sitt sem stóð lengi vel í Íslandsmeisturunum. 

Við vorum með mjög ungan hóp í dag og ég var mjög ánægður með að þær fóru eftir leikplaninu og hversu mikið þær lögðu á sig í dag. Þetta er mjög góð reynsla fyrir leikmennina að koma hingað á Valsvöllinn. En Valur er með reynslu á að vinna leiki, þær vita hvernig á að vinna leiki. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þeirra í ár sem þær vinna á seinustu sekúndum leiksins. Það er líka eitthvað sem við erum að reyna að búa til í Keflavík.

Glenn sér mikinn stíganda í frammistöðu liðsins í leikjunum í sumar.

Við höfum verið að taka skref í rétta átt. Við erum að byggja þetta lið upp fyrir framtíðina og það sást í dag.

Það var baráttuandi í Keflvíkingum í dag.

Ég var mjög ánægður með það hversu vel við fórum eftir leikplaninu. En ég er mjög vonsvikinn með að tapa svona. En svona hlutir gerast. Ég er ánægður með frammistöðuna.

Glenn er spenntur að spila í Keflavík aftur en næstu leikur þeirra er gegn Þór/KA.

Við tökum marga jákvæða punkta úr þessum leik. Við erum spennt og glöð að eiga næsta leik heima í Keflavík.“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, að lokum

Viðtalið við Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner