PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   lau 20. júlí 2024 17:42
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Bara eins og alltaf þegar maður tapar leikjum, maður er svekktur“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við spiluðum kerfi sem við erum ekki búin að spila mikið í sumar, eða lítið sem ekki neitt og það gekk á köflum og á köflum ekki. Góðu kaflarnir voru fannst mér bara fínir og þetta var kaflaskipt hjá okkur og svo sem hjá Þrótti líka.“

 „Þær ógnuðu okkur ekki mikið í opnum leik, þær áttu örfá færi mér fannst færi FH-liðsins fleiri og áttum gott momentum í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað komist yfir en nýttum það ekki og þær skora gott mark og við náum ekki að svara því.“

Þróttur skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Hvernig var það að sjá boltann í netinu? „Það var bara mjög súrt því mér fannst við líklegri til þess að skora þetta mark heldur en Þróttur, en þetta er bara svona í fótbolta.”

Félagsskiptagluggin opnaði 17. júlí. Munum við sjá einhver ný andlit í Hafnarfirðinum? „ Ef allt myndi ganga upp þá væru einhver ný andlit en ég veit það ekki það verður bara að koma í ljós, það er allavega ekkert í hendi eins og staðan er núna.”

FH vildi fá víti í uppbótartíma. „Bara pjúra víti. Það svo sem kemur ekki á óvart að dómari leiksins hafi ekki haft þor til þess að flauta. Þetta bara kórónar hans leik í dag .”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner