Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 17:42
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Bara eins og alltaf þegar maður tapar leikjum, maður er svekktur“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við spiluðum kerfi sem við erum ekki búin að spila mikið í sumar, eða lítið sem ekki neitt og það gekk á köflum og á köflum ekki. Góðu kaflarnir voru fannst mér bara fínir og þetta var kaflaskipt hjá okkur og svo sem hjá Þrótti líka.“

 „Þær ógnuðu okkur ekki mikið í opnum leik, þær áttu örfá færi mér fannst færi FH-liðsins fleiri og áttum gott momentum í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað komist yfir en nýttum það ekki og þær skora gott mark og við náum ekki að svara því.“

Þróttur skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Hvernig var það að sjá boltann í netinu? „Það var bara mjög súrt því mér fannst við líklegri til þess að skora þetta mark heldur en Þróttur, en þetta er bara svona í fótbolta.”

Félagsskiptagluggin opnaði 17. júlí. Munum við sjá einhver ný andlit í Hafnarfirðinum? „ Ef allt myndi ganga upp þá væru einhver ný andlit en ég veit það ekki það verður bara að koma í ljós, það er allavega ekkert í hendi eins og staðan er núna.”

FH vildi fá víti í uppbótartíma. „Bara pjúra víti. Það svo sem kemur ekki á óvart að dómari leiksins hafi ekki haft þor til þess að flauta. Þetta bara kórónar hans leik í dag .”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner