Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Óli Kristjáns: Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   lau 20. júlí 2024 17:42
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Bara eins og alltaf þegar maður tapar leikjum, maður er svekktur“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við spiluðum kerfi sem við erum ekki búin að spila mikið í sumar, eða lítið sem ekki neitt og það gekk á köflum og á köflum ekki. Góðu kaflarnir voru fannst mér bara fínir og þetta var kaflaskipt hjá okkur og svo sem hjá Þrótti líka.“

 „Þær ógnuðu okkur ekki mikið í opnum leik, þær áttu örfá færi mér fannst færi FH-liðsins fleiri og áttum gott momentum í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað komist yfir en nýttum það ekki og þær skora gott mark og við náum ekki að svara því.“

Þróttur skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Hvernig var það að sjá boltann í netinu? „Það var bara mjög súrt því mér fannst við líklegri til þess að skora þetta mark heldur en Þróttur, en þetta er bara svona í fótbolta.”

Félagsskiptagluggin opnaði 17. júlí. Munum við sjá einhver ný andlit í Hafnarfirðinum? „ Ef allt myndi ganga upp þá væru einhver ný andlit en ég veit það ekki það verður bara að koma í ljós, það er allavega ekkert í hendi eins og staðan er núna.”

FH vildi fá víti í uppbótartíma. „Bara pjúra víti. Það svo sem kemur ekki á óvart að dómari leiksins hafi ekki haft þor til þess að flauta. Þetta bara kórónar hans leik í dag .”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner