Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   lau 20. júlí 2024 17:42
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Bara eins og alltaf þegar maður tapar leikjum, maður er svekktur“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir tap gegn Þrótti í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við spiluðum kerfi sem við erum ekki búin að spila mikið í sumar, eða lítið sem ekki neitt og það gekk á köflum og á köflum ekki. Góðu kaflarnir voru fannst mér bara fínir og þetta var kaflaskipt hjá okkur og svo sem hjá Þrótti líka.“

 „Þær ógnuðu okkur ekki mikið í opnum leik, þær áttu örfá færi mér fannst færi FH-liðsins fleiri og áttum gott momentum í seinni hálfleik þar sem við hefðum getað komist yfir en nýttum það ekki og þær skora gott mark og við náum ekki að svara því.“

Þróttur skoraði sigurmarkið seint í leiknum. Hvernig var það að sjá boltann í netinu? „Það var bara mjög súrt því mér fannst við líklegri til þess að skora þetta mark heldur en Þróttur, en þetta er bara svona í fótbolta.”

Félagsskiptagluggin opnaði 17. júlí. Munum við sjá einhver ný andlit í Hafnarfirðinum? „ Ef allt myndi ganga upp þá væru einhver ný andlit en ég veit það ekki það verður bara að koma í ljós, það er allavega ekkert í hendi eins og staðan er núna.”

FH vildi fá víti í uppbótartíma. „Bara pjúra víti. Það svo sem kemur ekki á óvart að dómari leiksins hafi ekki haft þor til þess að flauta. Þetta bara kórónar hans leik í dag .”

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner