Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 20. júlí 2024 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur vann góðan sigur á Þór á Akureyri í dag en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Þróttur R.

„Það var mikið jafnvægi og tíðindalítið í fyrri hálfleik. Báðum liðum tókst ágætlega að loka á það sem ætluðu að reyna að gera. Vallaraðstæður voru erfiðar svo við gátum ekki spilað þann bolta sem okkur dreymir um. Þá snýst þetta um að halda einbeitingu og finna móment til að brjóta ísinn og okkur tókst það," sagði Venni.

„Það sem ég er mest ánægðastur með er að í framhaldinu líður mér ekkert eins og það sé ekki gríðarleg pressa á okkur þannig við siglum þessu, ég segi ekki þægilega heim, en ég var ekkert að fá hjartaáfall í lokin."

Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar.

„Það var hræðilegt að sjá þetta. Mér sýndist Auðunn standa upp, ég vona að hann verði í góðu lagi, það er alltaf ógnvekjandi að sjá svona. Kári slapp allavega lifandi út úr þessu," sagði Venni.

Jörgen Pettersen leikmaður Þróttar lenti í svipuðu atviki í síðasta leik gegn ÍBV og rotaðist en Venni sagði að staðan á honum verði skoðuð vandlega næstu daga og vikur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner