Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   lau 20. júlí 2024 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur vann góðan sigur á Þór á Akureyri í dag en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Þróttur R.

„Það var mikið jafnvægi og tíðindalítið í fyrri hálfleik. Báðum liðum tókst ágætlega að loka á það sem ætluðu að reyna að gera. Vallaraðstæður voru erfiðar svo við gátum ekki spilað þann bolta sem okkur dreymir um. Þá snýst þetta um að halda einbeitingu og finna móment til að brjóta ísinn og okkur tókst það," sagði Venni.

„Það sem ég er mest ánægðastur með er að í framhaldinu líður mér ekkert eins og það sé ekki gríðarleg pressa á okkur þannig við siglum þessu, ég segi ekki þægilega heim, en ég var ekkert að fá hjartaáfall í lokin."

Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar.

„Það var hræðilegt að sjá þetta. Mér sýndist Auðunn standa upp, ég vona að hann verði í góðu lagi, það er alltaf ógnvekjandi að sjá svona. Kári slapp allavega lifandi út úr þessu," sagði Venni.

Jörgen Pettersen leikmaður Þróttar lenti í svipuðu atviki í síðasta leik gegn ÍBV og rotaðist en Venni sagði að staðan á honum verði skoðuð vandlega næstu daga og vikur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner