Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 20. ágúst 2019 10:13
Elvar Geir Magnússon
Zappacosta á leið til Roma
Davide Zappacosta er á leið til Roma á lánssamning út tímabilið en hann fer í læknisskoðun í þessari viku.

Bakvörðurinn hefur ekki spilað síðan Frank Lampard tók við og lék aðeins fjóra úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili.

Zappacosta, sem er 27 ára, gekk í raðir Chelsea frá Torino á 23 milljónir punda 2016.

Hann er þriðji reynslumikli varnarmaðurinn sem yfirgefur Chelsea síðan í maí en David Luiz og Gary Cahill voru farnir.

Zappacosta spilaði mest í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner