Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 20. september 2019 22:40
Baldvin Pálsson
Tara Björk komin með 101 leik fyrir Hauka: Gaman að vera loyal
Haukar unnu ÍR 3-2 í lokaumferð Inkasso deildar kvenna
Kvenaboltinn
Tara Björk Gunnarsdóttir
Tara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar sigruðu ÍR 3-2 á Ásvöllum í kvöld í seinustu umferð Inkasso deildar kvenna. Tara Björk Gunnarsdóttir var heiðruð fyrir leikinn og fékk blómvönd að gjöf en hún var að spila sinn 101. leik fyrir Hauka.

„Tilfinningin er góð, er ánægð að fá að spila svona marga leiki og gaman að vera loyal."

Stelpurnar í Haukum unnu verðskuldaðan sigur en þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu getað skorað mun fleiri en samt sem áður var fyrri hálfleikurinn erfiður hjá þeim.

„Leikurinn var ekki alveg eins og við lögðum upp með, við byrjuðum erfiðlega og vorum stressaðar. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki alveg uppá 10 en við allavega lönduðum sigri."

Haukar enda tímabilið í 4. sæti deildarinnar með 36 stig. Þær hefðu getað stolið 3. sætinu ef úrslit í öðrum leikjum hefðu farið eftir ósk en svo var ekki.

„Auðvitað viljum við gera eins vel og við getum en fyrsta markmiðið er alltaf að vinna leikinn. Hitt hefði auðvitað verið bónus og mjög gaman."

Þær geta verið sáttar með tímabilið og þá sérstaklega seinni hlutann. Haukar hafa unnið seinustu 7 leiki sína í deildinni og unnið 10 af seinustu 11 leikjum.

„Já, ég er sátt og sérstaklega með seinni hluta tímabilsins. Við höfum unnið 10 af seinustu 11 sem er mjög gott. Við byrjuðum soldið erfiðlega en ég er mjög stolt að við höfum stigið upp svona í lokin og stolt af stelpunum."
Athugasemdir
banner