Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 20. september 2019 22:40
Baldvin Pálsson
Tara Björk komin með 101 leik fyrir Hauka: Gaman að vera loyal
Haukar unnu ÍR 3-2 í lokaumferð Inkasso deildar kvenna
Kvenaboltinn
Tara Björk Gunnarsdóttir
Tara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar sigruðu ÍR 3-2 á Ásvöllum í kvöld í seinustu umferð Inkasso deildar kvenna. Tara Björk Gunnarsdóttir var heiðruð fyrir leikinn og fékk blómvönd að gjöf en hún var að spila sinn 101. leik fyrir Hauka.

„Tilfinningin er góð, er ánægð að fá að spila svona marga leiki og gaman að vera loyal."

Stelpurnar í Haukum unnu verðskuldaðan sigur en þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu getað skorað mun fleiri en samt sem áður var fyrri hálfleikurinn erfiður hjá þeim.

„Leikurinn var ekki alveg eins og við lögðum upp með, við byrjuðum erfiðlega og vorum stressaðar. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki alveg uppá 10 en við allavega lönduðum sigri."

Haukar enda tímabilið í 4. sæti deildarinnar með 36 stig. Þær hefðu getað stolið 3. sætinu ef úrslit í öðrum leikjum hefðu farið eftir ósk en svo var ekki.

„Auðvitað viljum við gera eins vel og við getum en fyrsta markmiðið er alltaf að vinna leikinn. Hitt hefði auðvitað verið bónus og mjög gaman."

Þær geta verið sáttar með tímabilið og þá sérstaklega seinni hlutann. Haukar hafa unnið seinustu 7 leiki sína í deildinni og unnið 10 af seinustu 11 leikjum.

„Já, ég er sátt og sérstaklega með seinni hluta tímabilsins. Við höfum unnið 10 af seinustu 11 sem er mjög gott. Við byrjuðum soldið erfiðlega en ég er mjög stolt að við höfum stigið upp svona í lokin og stolt af stelpunum."
Athugasemdir
banner
banner