Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 20. september 2019 22:40
Baldvin Pálsson
Tara Björk komin með 101 leik fyrir Hauka: Gaman að vera loyal
Haukar unnu ÍR 3-2 í lokaumferð Inkasso deildar kvenna
Kvenaboltinn
Tara Björk Gunnarsdóttir
Tara Björk Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar sigruðu ÍR 3-2 á Ásvöllum í kvöld í seinustu umferð Inkasso deildar kvenna. Tara Björk Gunnarsdóttir var heiðruð fyrir leikinn og fékk blómvönd að gjöf en hún var að spila sinn 101. leik fyrir Hauka.

„Tilfinningin er góð, er ánægð að fá að spila svona marga leiki og gaman að vera loyal."

Stelpurnar í Haukum unnu verðskuldaðan sigur en þær voru betri aðilinn allan leikinn og hefðu getað skorað mun fleiri en samt sem áður var fyrri hálfleikurinn erfiður hjá þeim.

„Leikurinn var ekki alveg eins og við lögðum upp með, við byrjuðum erfiðlega og vorum stressaðar. Seinni hálfleikurinn var betri en samt ekki alveg uppá 10 en við allavega lönduðum sigri."

Haukar enda tímabilið í 4. sæti deildarinnar með 36 stig. Þær hefðu getað stolið 3. sætinu ef úrslit í öðrum leikjum hefðu farið eftir ósk en svo var ekki.

„Auðvitað viljum við gera eins vel og við getum en fyrsta markmiðið er alltaf að vinna leikinn. Hitt hefði auðvitað verið bónus og mjög gaman."

Þær geta verið sáttar með tímabilið og þá sérstaklega seinni hlutann. Haukar hafa unnið seinustu 7 leiki sína í deildinni og unnið 10 af seinustu 11 leikjum.

„Já, ég er sátt og sérstaklega með seinni hluta tímabilsins. Við höfum unnið 10 af seinustu 11 sem er mjög gott. Við byrjuðum soldið erfiðlega en ég er mjög stolt að við höfum stigið upp svona í lokin og stolt af stelpunum."
Athugasemdir
banner