Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brisard dæmir í B-deildinni eftir spjaldagleðina í tapi PSG
Neymar fékk tveggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum.
Neymar fékk tveggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum.
Mynd: Getty Images
Franski dómarinn Jerome Brisard hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að missa tökin á stórleik Marseille og PSG í frönsku deildinni í síðustu viku.

Marseille vann 1-0 en dómarinn gaf tólf gul spjöld áður en allt sauð uppúr í uppbótartíma. Þar fengu fimm leikmenn að líta rauða spjaldið eftir að átök brutust út á milli leikmanna. Þar á meðal voru Neymar, Leandro Paredes og Jordan Amavi.

Brisard mun dæma í frönsku B-deildinni í næstu umferð og er verið að skoða að færa hann niður um deild þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann þykir taka rangar ákvarðanir í leik hjá PSG.

Hann var mikið í umræðunni í febrúar þegar hann gaf Neymar gult spjald fyrir að sýna vanvirðingu þegar hann lék á andstæðing.
Athugasemdir
banner
banner