Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 20. september 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir því að þetta sé að hefjast, að við séum að fara að spila keppnisleiki. Ég er mjög spennt fyrir föstudeginum," segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni á móti Wales og Þýskalandi. Stelpurnar mæta Wales á heimavelli á föstudagskvöld.

„Ég bara veit að við þurfum að halda okkur í A-deild því það er mikilvægt fyrir næstu undankeppni. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og byrjum það á föstudaginn."

Það hefur mikil reynsla farið úr hópnum á skömmum tíma. Hvernig hefur verið fyrir Glódísi sem reynslumesta leikmann liðsins að takast á við þetta verkefni?

„Maður finnur fyrir því að það vantar stóra karaktera og stór nöfn sem hafa verið hérna í mörg ár. En á sama tíma er verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn. Þær verða að taka ábyrgð og pláss. Ég hef fulla trú á því að við séum með leikmenn sem geta gert það. Vonandi gera þær það sem fyrst. Ég veit að það eru margar spenntar að fá tækifæri núna."

Glódís segir að það sé skemmtilegt að fá leik á heimavelli og hún býst við jöfnum leik gegn Wales.

Orðin fyrirliði í einu stærsta félagi heims
Þær risastóru fréttir bárust í síðustu viku að Glódís væri orðin fyrirliði Bayern München sem er stærsta félagið í Þýskalandi og eitt stærsta félag heims. Hvernig var að fá þær fréttir?

„Bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stolt að þau gefi mér þetta traust og þetta stóra hlutverk," segir Glódís sem framlengdi nýverið samning sinn við Bayern til 2026.

„Þetta var svolítið óvænt, ekki eitthvað sem ég bjóst endilega við. En samt sem áður gaman að þjálfarinn og félagið treysti mér fyrir þessu."

Er hún að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta?

„Ég veit það ekki. Kærastinn minn er búinn að reyna að útskýra það fyrir mér hvað þetta er í raun stórt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti og ég geri mitt besta á öllum æfingum og í leikjum. Ég reyni að gera leikmennina í kringum mig betri."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner