Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mið 20. september 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir því að þetta sé að hefjast, að við séum að fara að spila keppnisleiki. Ég er mjög spennt fyrir föstudeginum," segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni á móti Wales og Þýskalandi. Stelpurnar mæta Wales á heimavelli á föstudagskvöld.

„Ég bara veit að við þurfum að halda okkur í A-deild því það er mikilvægt fyrir næstu undankeppni. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og byrjum það á föstudaginn."

Það hefur mikil reynsla farið úr hópnum á skömmum tíma. Hvernig hefur verið fyrir Glódísi sem reynslumesta leikmann liðsins að takast á við þetta verkefni?

„Maður finnur fyrir því að það vantar stóra karaktera og stór nöfn sem hafa verið hérna í mörg ár. En á sama tíma er verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn. Þær verða að taka ábyrgð og pláss. Ég hef fulla trú á því að við séum með leikmenn sem geta gert það. Vonandi gera þær það sem fyrst. Ég veit að það eru margar spenntar að fá tækifæri núna."

Glódís segir að það sé skemmtilegt að fá leik á heimavelli og hún býst við jöfnum leik gegn Wales.

Orðin fyrirliði í einu stærsta félagi heims
Þær risastóru fréttir bárust í síðustu viku að Glódís væri orðin fyrirliði Bayern München sem er stærsta félagið í Þýskalandi og eitt stærsta félag heims. Hvernig var að fá þær fréttir?

„Bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stolt að þau gefi mér þetta traust og þetta stóra hlutverk," segir Glódís sem framlengdi nýverið samning sinn við Bayern til 2026.

„Þetta var svolítið óvænt, ekki eitthvað sem ég bjóst endilega við. En samt sem áður gaman að þjálfarinn og félagið treysti mér fyrir þessu."

Er hún að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta?

„Ég veit það ekki. Kærastinn minn er búinn að reyna að útskýra það fyrir mér hvað þetta er í raun stórt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti og ég geri mitt besta á öllum æfingum og í leikjum. Ég reyni að gera leikmennina í kringum mig betri."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner