Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 20. september 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir því að þetta sé að hefjast, að við séum að fara að spila keppnisleiki. Ég er mjög spennt fyrir föstudeginum," segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni á móti Wales og Þýskalandi. Stelpurnar mæta Wales á heimavelli á föstudagskvöld.

„Ég bara veit að við þurfum að halda okkur í A-deild því það er mikilvægt fyrir næstu undankeppni. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og byrjum það á föstudaginn."

Það hefur mikil reynsla farið úr hópnum á skömmum tíma. Hvernig hefur verið fyrir Glódísi sem reynslumesta leikmann liðsins að takast á við þetta verkefni?

„Maður finnur fyrir því að það vantar stóra karaktera og stór nöfn sem hafa verið hérna í mörg ár. En á sama tíma er verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn. Þær verða að taka ábyrgð og pláss. Ég hef fulla trú á því að við séum með leikmenn sem geta gert það. Vonandi gera þær það sem fyrst. Ég veit að það eru margar spenntar að fá tækifæri núna."

Glódís segir að það sé skemmtilegt að fá leik á heimavelli og hún býst við jöfnum leik gegn Wales.

Orðin fyrirliði í einu stærsta félagi heims
Þær risastóru fréttir bárust í síðustu viku að Glódís væri orðin fyrirliði Bayern München sem er stærsta félagið í Þýskalandi og eitt stærsta félag heims. Hvernig var að fá þær fréttir?

„Bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stolt að þau gefi mér þetta traust og þetta stóra hlutverk," segir Glódís sem framlengdi nýverið samning sinn við Bayern til 2026.

„Þetta var svolítið óvænt, ekki eitthvað sem ég bjóst endilega við. En samt sem áður gaman að þjálfarinn og félagið treysti mér fyrir þessu."

Er hún að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta?

„Ég veit það ekki. Kærastinn minn er búinn að reyna að útskýra það fyrir mér hvað þetta er í raun stórt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti og ég geri mitt besta á öllum æfingum og í leikjum. Ég reyni að gera leikmennina í kringum mig betri."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner