Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   mið 20. september 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Fyrirliði Bayern og íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt fyrir því að þetta sé að hefjast, að við séum að fara að spila keppnisleiki. Ég er mjög spennt fyrir föstudeginum," segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni á móti Wales og Þýskalandi. Stelpurnar mæta Wales á heimavelli á föstudagskvöld.

„Ég bara veit að við þurfum að halda okkur í A-deild því það er mikilvægt fyrir næstu undankeppni. Við förum í hvern einasta leik til að vinna og byrjum það á föstudaginn."

Það hefur mikil reynsla farið úr hópnum á skömmum tíma. Hvernig hefur verið fyrir Glódísi sem reynslumesta leikmann liðsins að takast á við þetta verkefni?

„Maður finnur fyrir því að það vantar stóra karaktera og stór nöfn sem hafa verið hérna í mörg ár. En á sama tíma er verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn. Þær verða að taka ábyrgð og pláss. Ég hef fulla trú á því að við séum með leikmenn sem geta gert það. Vonandi gera þær það sem fyrst. Ég veit að það eru margar spenntar að fá tækifæri núna."

Glódís segir að það sé skemmtilegt að fá leik á heimavelli og hún býst við jöfnum leik gegn Wales.

Orðin fyrirliði í einu stærsta félagi heims
Þær risastóru fréttir bárust í síðustu viku að Glódís væri orðin fyrirliði Bayern München sem er stærsta félagið í Þýskalandi og eitt stærsta félag heims. Hvernig var að fá þær fréttir?

„Bara ótrúlega gaman. Ég er ótrúlega stolt að þau gefi mér þetta traust og þetta stóra hlutverk," segir Glódís sem framlengdi nýverið samning sinn við Bayern til 2026.

„Þetta var svolítið óvænt, ekki eitthvað sem ég bjóst endilega við. En samt sem áður gaman að þjálfarinn og félagið treysti mér fyrir þessu."

Er hún að gera sér grein fyrir því hversu stórt þetta?

„Ég veit það ekki. Kærastinn minn er búinn að reyna að útskýra það fyrir mér hvað þetta er í raun stórt. Fyrir mér er þetta bara fótbolti og ég geri mitt besta á öllum æfingum og í leikjum. Ég reyni að gera leikmennina í kringum mig betri."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner