Sóknarmaðurinn Óttar Magnús Karlsson opnaði markareikinginn sinn fyrir Venezia í ítölsku B-deildinni í kvöld.
Óttar Magnús gekk í raðir Venezia í september og hann skoraði í uppbótartíma í 4-0 sigri á Pescara í kvöld. Hans fyrsta mark fyrir félagið.
Bæði Óttar Magnús og Bjarki Steinn Bjarkason komu inn á fyrir Venezia í seinni hálfleik; Óttar á 67. mínútu og Bjarki Steinn á 77. mínútu.
Venezia fer með sigrinum í kvöld upp í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki.
Athugasemdir