Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 20. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Snær: Maður virðir Beiti og hann er virkilega flottur
Aron Snær Friðriksson.
Aron Snær Friðriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta," segir markvörðurinn Aron Snær Friðriksson sem er búinn að skipta úr Fylki yfir í KR.

Aron er 24 ára gamall og á að baki 67 leiki í efstu deild og alls 111 leiki í deildarkeppni og bikar. Hann lék á sínum tíma sex landsleiki með U21 árs landsliðinu og einn með U19.

Aron lék átján leiki í marki Fylkis sem féll úr Pepsi Max-deildinni á tímabilinu sem var að klárast fyrir stuttu.

„Þetta er risafélag á Íslandi og maður er spenntur fyrir þessu. Ég heyrði í þeim eftir tímabilið. Maður setti athyglina á Fylki og vildi hjálpa þeim að halda sér uppi. Það mistókst því miður. Þegar þetta kom upp, þá var það mjög spennandi."

Aron segir að það hafi verið mjög svekkjandi að falla með Fylki og býst hann við því að sínir gömlu félagar fari beint aftur upp.

Hjá KR fer hann í samkeppni við Beiti Ólafsson. „Það er spennandi. Hann er búinn að vera einn besti markvörður á Íslandi í langan tíma. Maður virði Beiti og hann er virkilega flottur markvörður, en ég ætla að reyna og maður sér hvernig það fer."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner