Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. nóvember 2020 16:06
Elvar Geir Magnússon
Dadou dæmdur í ævilangt bann frá afskiptum af fótbolta
Yves Jean-Bart.
Yves Jean-Bart.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur dæmt Yves Jean-Bart, Dadou eins og hann er kallaður, í ævilangt bann frá afskiptum af fótbolta. Þá hefur hann verið sektaður um 150 milljónir íslenskra króna.

Dadou hefur verið forseti knattspyrnusambands Haítí í tuttugu ár en var fundinn sekur um að hafa misnotað aðstöðu sína og verið með kynferðislegar þvinganir og áreiti gagnvart landsliðskonum.

Hann þvingaði landsliðskonur til að eiga við sig kynmök annars myndi hann meina þeim aðgang að æfingasvæði knattspyrnusambandsins.

Sjá einnig:
„Tók meydóminn af einni okkar bestu ungu fótboltakonu"

Dadou, sem er 73 ára, heldur fram sakleysi sínu og segist ætla að áfrýja til CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner