Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. apríl 2020 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tók meydóminn af einni okkar bestu ungu fótboltakonu"
Yves Jean-Bart með Fatma Samoura, aðalritara FIFA.
Yves Jean-Bart með Fatma Samoura, aðalritara FIFA.
Mynd: Getty Images
Yves Jean-Bart er ásakaður um kynferðislegar þvinganir.
Yves Jean-Bart er ásakaður um kynferðislegar þvinganir.
Mynd: Getty Images
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Yves Jean-Bart, forseti knattspyrnusambands Haítí, sakaður um að hafa áreitt fótboltakonur kynferðislega í æfingamiðstöð sambandsins.

Jean-Bart, kallaður Dadou, hefur verið í forsetastólnum í 20 ár. Hann neitar allri sök.

Guardian fjallar ítarlega um málið. Þar er viðtal við eitt meint fórnarlamb sem kemur ekki fram undir nafni. „Það er kona sem vinnur þarna sem setur pressu á stelpurnar að hafa kynmök við Dadou."

„Hann sér góða stelpu sem er aðlaðandi og hann sendir konuna til að segja við stelpuna að það eigi að henda henni úr æfingamiðstöðinni. Hún byrjar að gráta og þá segir konan við hana: 'Eina leiðin til að leysa þetta er að tala við Dadou'. Á því augnabliki hefur stelpan enga aðra valmöguleika en að sætta sig við kynferðislega misnotkun."

Guardian hefur heimildir fyrir því að nokkrir leikmenn, sem æfi ekki lengur í mistöðinni, hafi verið neyddar til að stunda kynlíf með Jean-Bart, og að ein þeirra hafi þurft að fara í fóstureyðingu.

„Dadou tók meydóminn af einni okkar bestu ungu fótboltakonu þegar hún var 17 ára árið 2018. Hún þurfti að fara í fóstureyðingu. Þessar stelpur vilja spila fyrir landið okkar en ef þær tala þá verður þeim vísað í burtu. Þær eru gíslar."

Annað meint fórnarlamb sagði: „Ég er svo hrædd. Dadou Jean-Bart er mjög hættulegur maður. Það er mikið af fólki sem vill tala, en það er svo hrætt, sérstaklega um foreldra sína sem eru enn á Haíti."

Jean-Bart hefur svarað þessum ásökunum með því að segja að hann sé og hafi aldrei verið ofbeldismaður.

Leikmenn flytja oft í æfingamiðstöðina sem unglingar í von um betra líf. FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, styrkir við miðstöðina, en vitni hafa sagt við The Guardian að aðstaðan sé í mjög slæmu ástandi þrátt fyrir að hafa fengið allt að 6 milljónir evra frá FIFA síðan árið 2016.

„Síðast þegar ég steig þar inn þá vildi ég æla," sagði þjálfari sem vann eitt sinn þar reglulega. „Tíu krakkar sofa í hverju herbergi, það eru engin rúmföt og engin hrein salerni. Hvert fór peningurinn? Miðstöðin er matröð. Það komu menn hingað frá FIFA, en það var ekkert sagt." Knattspyrnusamband Haítí svaraði þessu með því að birta lista yfir nýjar byggingar í miðstöðinni, þar á meðal loftkælda íbúðarblokk fyrir eldri leikmenn. FIFA segir að aðstaðan hafi verið bætt og ætlar að halda áfram að vinna með sambandinu í Haítí.

Fótboltalandslið Haítí er í 64. sæti á heimslista FIFA. Á lista yfir efnilegustu fótboltakonur í heimi sem Goal birti á dögunum var ein fótboltakona frá Haítí. Það var Melchie Dumornay, sem er 16 ára landsliðskona Haítí.

Grein Guardian má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner