Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 21. janúar 2020 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Þú verður að hafa drápseðli
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
„Ég er pirraður vegna þess að þú vilt alltaf vinna," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 2-2 jafntefli gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea var manni fleiri frá 26. mínútu eftir að David Luiz fékk rautt spjald. Samt náðu þeir ekki að landa sigrinum.

„Við gáfum þeim tvö mörk. Leikmenn eru ekki að vinna sína vinnu. Við hefðum getað skorað þrjú eða fjögur mörk. Við verðum að nýta færin. Þegar leikdagur gengur í garð þá verður að hafa drápseðli. Okkur skortir það í augnablikinu," sagði Lampard.

„Við erum kannski með ungt lið og einhverjar breytingar í gangi, en við verðum að hafa gæði."

Lampard segir að Chelsea sé í leit að sóknarmanni. „Ef þú skorar ekki nægilega mikið af mörgum þá vinnurðu ekki nægilega mikið af leikjum."

Chelsea er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner