Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 21. janúar 2022 21:30
Victor Pálsson
Stam segir Maguire reyna of mikið
Mynd: Getty Images
Jaap Stam, fyrrum varnarjaxl Manchester United, hefur tjáð sig um fyrirliða liðsins og hafsent enska landsliðsins, Harry Maguire.

Maguire er fastamaður í vörn Rauðu Djöflana en Stam segist hafa spilað með betri leikmönnum á Old Trafford og þar á meðal Wes Brown.

Stam viðurkennir að Maguire sé fínn varnarmaður en vill sjá hann breyta leik sínum í hjarta varnarinnar.

„Þeir borguðu háa upphæð fyrir hann og þegar ég sá hann hjá Leicester var hann fínn leikmaður," sagði Stam.

„Wes Brown var fljótari en hann, hann var líka með meiri snerpu í einn gegn einum á stórum svæðum. Þegar þú spilar fyrir United þá þarftu að geta varist á þessum svæðum."

„Ég held að það sé mikilvægt að hann sé með góða leikmenn í kringum sig. Þegar hann er með þann stuðning þá hjálpar það mikið."

„Ég hef séð Maguire spila góðan fótbolta en stundum vill hann gera meira en hann er beðinn um. Hann þarf að gera hlutina auðveldari fyrir sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner