Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 21. janúar 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Tottenham vill fá Carlos og Kessie - Newcastle með annað tilboð í Lingard
Powerade
Franck Kessie, miðjumaður AC Milan og Fílabeinsstrandarinnar.
Franck Kessie, miðjumaður AC Milan og Fílabeinsstrandarinnar.
Mynd: EPA
Á leið til Real Madrid.
Á leið til Real Madrid.
Mynd: EPA
Keane Lewis-Potter.
Keane Lewis-Potter.
Mynd: Getty Images
Ndombele, Martial, Lingard, Mbappe, Bakker, Pogba og Dembele eru meðal manna sem koma við sögu í slúðrinu þennan föstudaginn.

Paris Saint-Germain er í viðræðum um að fá franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25) lánaðan frá Tottenham. Hann varð dýrasti leikmaður í sögu Tottenham 2019 þegar hann var keyptur á 53 milljónir punda. (Goal)

Tottenham hefur sýnt áhuga á Diego Carlos (28), varnarmanni Sevilla, en Newcastle United hefur gert 28 milljóna punda tilboð í Brasilíumanninn. (Mail)

Tottenham vill kaupa miðjumanninn Franck Kessie (25) frá AC Milan í þessum glugga. Kessie er með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni og skoraði gegn Alsír í gær. (Telegraph)

Sevilla vill enn fá franska framherjann Anthony Martial (26) lánaðan frá Manchester United en tilboði frá félaginu var hafnað. Sevilla gæti reynt við annan franskan sóknarleikmann, Moussa Dembele (25) hjá Lyon. (Marca)

Newcastle United hefur gert endurbætt tilboð í Jesse Lingard (29), sóknarmiðjumann Manchester United. Lingard verður samningslaus í sumar en einu tilboði frá Newcastle hefur þegar verið hafnað. (Telegraph)

Real Madrid er mjög nálægt því að tryggja sér franska framherjann Kylian Mbappe (23) frá Paris Saint-Germain. Það stefnir í að hann gangi í raðir spænska stórliðsins þegar samningur hans rennur út. (ESPN)

Newcastle United hefur gert 14,5 milljóna punda tilboð í hollenska vinstri bakvörðinn Mitchel Bakker (21) hjá Bayer Leverkusen. (Mail)

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (28) hefur ekki sagt Manchester United hvort hann vilji vera áfram hjá félaginu eftir tímabilið, þegar samningur hans rennur út. Paris Saint-Germain, Real Madrid og Juventus hafa áhuga. (90 min)

Al Hilal í Sádi-Arabíu vill fá Pierre-Emerick Aubameyang (32) lánaðan frá Arsenal og er tilbúið að borga laun hans, 350 þúsund pund á viku, að fullu. Tilboðið inniheldur möguleika á að kaupa hann alfarið í sumar. (Mail)

AC Milan, Juventus, Marseille, Paris Saint-Germain og Sevilla hafa öll sent fyrirspurn til Arsenal varðandi stöðu Aubameyang. (Sky Sports)

Tvö félög, þar af eitt í Þýskalandi, hafa áhuga á að fá Ousmane Dembele (24) lánaðan eftir að franska sóknarleikmanninum var sagt að yfirgefa Barcelona þar sem hann neitar að skrifa undir nýjan samning. (Sport)

Claudio Ranieri, stjóri Watford, hefur staðfest að félagið er að vinna í að kaupa nígeríska vængmanninn Samuel Kalu (24) frá Bordeaux fyrir 3 milljónir punda. Þá hefur félagið áhuga á enska varnarmanninum Nathaniel Phillips (24) hjá Liverpool. (Evening Standard)

Southampton vill fá albanska sóknarmanninn Armando Broja (20) alfarið frá Chelsea en þessi ungu leikmaður hefur spilað afskaplega vel á lánssamningi hjá Dýrlingunum. (Independent)

Tottenham hefur blandað sér í hóp félaga sem hafa áhuga á Keane Lewis-Potter (20) hjá Hull. Átta milljóna punda tilboði frá Brentford í enska vængmanninn var hafnað í ágúst. Southampton, Leicester og West Ham hafa einnig áhuga á honum. (Times)

Liverpool og West Ham hafa áhuga á enska vængmanninum Fabio Carvalho (19) hjá Fulham. Hann fæddist í Portúgal en leikið fyrir yngri landslið Englands. (Express)

Red Bull Salzburg í Austurríki hafnaði 15 milljóna punda tilboði frá Leeds United í bandaríska miðjumanninn Brenden Aaronson (21). (Yorkshire Evening Post)

Dean Smith, stjóri Norwich, gæti kallað enska sóknarmanninn Jordan Hugill (29) úr láni hjá West Bromwich Albion. (Eastern Daily Press)
Athugasemdir
banner
banner