Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   þri 21. janúar 2025 22:02
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Hákon kom að marki gegn Liverpool - Trylltur leikur í Lissabon
Hákon í leiknum á Anfield í kvöld.
Hákon í leiknum á Anfield í kvöld.
Mynd: EPA
Julian Alvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í sigri gegn Leverkusen.
Julian Alvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í sigri gegn Leverkusen.
Mynd: EPA
Liverpool vann 2-1 sigur gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld en nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, var á Anfield. Leikurinn fór afskaplega rólega af stað og lítið sem ekkert hafði gerst þegar Mohamed Salah kom Liverpool yfir.

Á 59. mínútu missti Lille mann af velli, Alsíringurinn Aissa Mandi fékk sitt annað gula spjald og var sendur í sturtu. Þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu náði Lille að sýna gæði sín og jafna leikinn.

Hákon Arnar Haraldsson, sem lék allan leikinn fyrir Lille, átti skot í varnarmann en boltinn datt fyrir Jonathan David sem skoraði á 62. mínútu. Harvey Elliott tryggði Liverpool hinsvegar sigurinn fimm mínútum síðar með skoti sem breytti um stefnu af varnarmanni og endaði í netinu.

Liverpool er því áfram á toppi Meistaradeildarinnar, eina liðið með fullt hús stiga og er öruggt í 16-liða úrslitin. Lille er í tólfta sæti með þrettán stig þegar liðið á einn leik eftir í deildarkeppninni.

Ótrúlegur níu marka leikur í Lissabon
Það var rigning og það rigndi líka mörgum í Lissabon þar sem Benfica tapaði 4-5 fyrir Barcelona. Wojciech Szczesny var í marki Barcelona og gerði slæm mistök auk þess sem varnarleikur liðsins var alls ekki til útflutnings.

Eric García kom inn af bekknum hjá Barcelona og skoraði jöfnunarmark 4-4 í lok leiksins. Enn var tími til að skora sigurmarkið og þegar uppgefinn uppbótartími var liðinn setti Raphinha á sig skikkju og tryggði Börsungum öll stigin. Barcelona er í öðru sæti og er öruggt með topp átta. Benfica er í átjánda sæti.

Julian Alvarez hetjan
Atletico Madrid og Bayer Leverkusen mættust í dramatískum leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Julian Alvarez skoraði tvö mörk fyrir Atletico, þar á meðal sigurmarkið á 90. mínútu. Atletico er í þriðja sæti en Leverkusen sjötta.

Bologna vann endurkomusigur gegn Borussia Dortmund, markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Club Brugge og Juventus og þá unnu PSV Eindhoven og Stuttgart útisigra.

Liverpool 2 - 1 Lille
1-0 Mohamed Salah ('34 )
1-1 Jonathan David ('62 )
2-1 Harvey Elliott ('67 )
Rautt spjald: Aissa Mandi, Lille ('59)

Atletico Madrid 2 - 1 Bayer Leverkusen
0-1 Piero Hincapie ('45 )
1-1 Julian Alvarez ('52 )
2-1 Julian Alvarez ('90 )
Rautt spjald: ,Pablo Barrios, Atletico Madrid ('23)Piero Hincapie, Bayer ('76)

Benfica 4 - 5 Barcelona
1-0 Vangelis Pavlidis ('2 )
1-1 Robert Lewandowski ('13 , víti)
2-1 Vangelis Pavlidis ('22 )
3-1 Vangelis Pavlidis ('30 , víti)
3-2 Raphinha ('64 )
4-2 Ronald Araujo ('68 , sjálfsmark)
4-3 Robert Lewandowski ('78 , víti)
4-4 Eric Garcia ('87 )
4-5 Raphinha ('90 )

Bologna 2 - 1 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('15 , víti)
1-1 Thijs Dallinga ('71 )
2-1 Samuel Iling-Junior ('72 )

Club Brugge 0 - 0 Juventus

Rauða Stjarnan 2 - 3 PSV Eindhoven
0-1 Luuk de Jong ('17 )
0-2 Luuk de Jong ('23 )
0-3 Ryan Flamingo ('43 )
1-3 Cherif Ndiaye ('71 )
2-3 Nasser Djiga ('77 )
Rautt spjald: Ryan Flamingo, PSV ('50)

Slovan Bratislava 1 - 3 Stuttgart
0-1 Jamie Leweling ('11 )
0-2 Jamie Leweling ('36 )
1-2 Idjessi Metsoko ('85 )
1-3 Fabian Rieder ('87 )
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner
banner
banner