Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Blikabanarnir frá Gent ætla sér sigur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í kvöld kemur í ljós hvort Gent eða Maccabi Haifa fara áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Gent var í B-riðli með Breiðabliki en hafnaði í öðru sæti og þarf því að taka þátt í umspili um sæti í 16-liða úrslit.

Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn ísraelska liðinu Maccabi Haifa, 1-0, og þarf því að vinna með tveimur mörkum til þess að komast áfram.

Evrópuþingið hefur kallað eftir því að UEFA og FIFA meini ísraelskum liðum þátttöku í keppnum á vegum sambandanna vegna stríðsins á Gasa-svæðinu, en það verður að bíða og sjá hver niðurstaðan í því máli verður.

Það er alla vega ljóst að Gent og Macabi Haifa mætast klukkan 17:00, en leikurinn fer fram í Belgíu.

Leikur dagsins:
17:00 Gent - Maccabi Haifa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner