Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   lau 21. mars 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona lætur miðverði taka markspyrnur
Quique Setien, nýr þjálfari Barcelona, hefur verið að prófa áhugaverða lausn til að losna undan hápressu andstæðinga sinna í La Liga.

Nokkur spænsk félög eru afar dugleg við að pressa hátt upp völlinn í markspyrnum og er svar Setien að láta miðvörð taka markspyrnuna.

Miðvörðurinn sendir boltann stutt á Marc-Andre ter Stegen í markinu og þá eru tveir sóknarmenn andstæðinganna að pressa á þrjá leikmenn í stað tveggja.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dæmi um þessa taktík gegn hápressum. Real Betis, fyrrum félag Setien, notar þessa taktík og verður áhugavert að sjá hvort fleiri félög munu fylgja þessari nýju þróun.

Dæmi 1

Dæmi 2

Dæmi 3
Athugasemdir
banner
banner