Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adebayor leggur skóna á hilluna
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna.

Adebayor átti 22 ára leikmannaferil í fótboltanum og þegar hann stóð sem hæst þá spilaði hann með Real Madrid og nokkrum af stærstu félögum Englands.

Adebayor, sem er 39 ára gamall, er uppalinn í Tógó en fór ungur að árum til Evrópu. Hann var aðeins 15 ára þegar hann fór í akademíuna hjá Metz í Frakklandi.

Hann fór þaðan til Mónakó og svo til Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Adebayor lék einnig með Manchester City, Real Madrid, Tottenham, og Crystal Palace áður en hann hélt til Tyrklands.

Hann endaði feril sinn með AC Semmasi í heimalandinu en hann lýsir ferlinum sem „ótrúlegri vegferð".

Óljóst er hvað tekur við hjá Adebayor núna, hvort hann verði áfram tengdur fótbolta eða fari út í eitthvað allt annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner