Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa í áhugaverðu hlutverki - „Ekki beint í samkeppni við Viktor"
Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hann er að koma sér hægt og bítandi í gang aftur eftir erfiðan vetur fitness lega séð
Hann er að koma sér hægt og bítandi í gang aftur eftir erfiðan vetur fitness lega séð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon var keyptur til norska félagsins Fredrikstad í byrjun febrúar frá Víkingi. Júlíus hefur verið algjör lykilmaður hjá Víkingi undanfarin ár og átti frábært tímabil í fyrra.

Í kjölfarið var rætt um það í Víkings podkastinukominn væri tími á að Viktor Örlygur Andrason yrði númer eitt.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals eftir leikinn gegn Val í Lengjubikarnum á laugardag. Þá var hann spurður hvort hann væri búinn að sjá hvernig hann geti leyst að vera án Júlla í sumar.

„Mér finnst voðalega spennandi að hafa Matta (Matthías Vilhjálmsson) inná miðjunni þegar við verjumst og svo færa hann framar þegar við sækjum. Mér finnst það vera virka betur og betur. Það gefur okkur ógn inní boxinu og svo er hann frábær í uppspili. Það gefur okkur líka þann möguleika á að þurfa ekki alltaf að spila frá marki, möguleiki á að senda aðeins lengra fram og vinna út frá því."

„Þetta er að þróast en auðvitað er erfitt að sjá að baki Júlla, ég neita því ekki."


Vonar að Aron verði áfram úti
Landsliðsmaðurinn og Víkingurinn Aron Elís Þrándarson verður samningslaus hjá OB í Danmörku í sumar og mun færa sig um set. Hann hefur verið orðaður við Víking. Hefur Arnar sjálfur rætt við Aron?

„Nei, en það hafa menn innan klúbbsins gert það. Hann veit alveg okkar hug, en ég ætla vona hans vegna að hann verði lengur úti. Hann er ekki það gamall og á töluvert eftir. Hann veit hvar hann stendur gagnvart Víkingi, um leið og hann kemur heim þá kemur hann hingað," sagði Arnar og tók með því undir orð Kára Árnasonar frá því fyrr í vetur.

Viktor er alltaf Viktor
Arnar nefndi Matta í svari sínu áðan. Viktor Örlygur Andrason byrjaði á bekknum gegn Val, er Arnar farinn frá þeirri hugmynd að Viktor leysi Júlla af?

„Nei, alls ekki. Í mínum huga er taktík bara hvernig þú átt að verjast. Svo er bara þetta flæðandi kerfi þegar þú ert með boltann. Við getum varist í 4-4-2 eða hvernig sem er, og þá er Matti við hlið sexunnar sem getur verið Pablo, Viktor eða Gísli Gotti. En um leið og við vinnum boltann þá er Matti kominn framan."

„Viktor og Matti eru ekki beint í samkeppni hvað það varðar. Viktor er ólíkindatól sem getur spilað í fullt af stöðum. Hann er að koma sér hægt og bítandi í gang aftur eftir erfiðan vetur fitness lega séð. En Viktor er alltaf Viktor, hann mun verða með stórt hlutverk í sumar,"
sagði Arnar.
„Mér líður samt eins og við höfum tapað frekar en að Valur hafi unnið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner