Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. mars 2023 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sævar var hræddur eftir höggið: Sem betur fer gerðist ekkert
Icelandair
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Sævar Atli fyrir æfingu hjá landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er allt í toppstandi... ég er óvanur þessu og ég ætla að njóta til hins ítrasta," segir Sævar Atli Magnússon sem er með A-landsliðshópnum í München í Þýskalandi. Þar undirbýr liðið sig fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Sævar hefur spilað tvo A-landsleiki en það voru vináttulandsleikir í janúar á þessu ári. Hann hefur verið að standa sig vel með Lyngby í Danmörku og fékk kallið í þetta verkefni.

Sævar fékk vont höfuðhögg í leik með Lyngby um liðna helgi og það þurfti að sauma átta spor við augabrún hans.

„Átta spor, hressandi. Þetta var aðeins of stór skurður og það verður áhugavert að sjá hvernig örið verður. Það var svekkjandi að fara út af," sagði Sævar.

Hann viðurkennir að hafa óttast það að hann myndi missa af landsliðsverkefninu.

„Ég fæ höggið og ætlaði að standa upp en sé að það fossblæðir. Læknateymið kemur inn á og það fyrsta sem ég heyri er 'hann er ekki að koma aftur inn á, hann er ekki að koma aftur inn á'. Mér fannst ég vera góður og ég vildi fara aftur inn á. En svo kom þessi hugsun 'fyrst ég er að fara út af þá er ég að fara að missa af landsliðsverkefninu, týpýskt'. Síðan var ég smá hræddur 20 mínútum eftir höggið að fá heilahristing. Ég var mjög stressaður en sem betur fer gerðist ekkert," sagði Sævar.

Hann segir að andinn sé mjög góður í hópnum fyrir leikinn á móti Bosníu. Honum líst hrikalega vel á verkefnið en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Lemstraðir frá Lyngby
Fagnaði þegar hann sá 'missed call' frá Arnari
Athugasemdir
banner
banner