Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upplifði mjög slæmt andrúmsloft hjá Íslendingaliði Fiorentina
Ronja Aronsson í leik með Fiorentina gegn Juventus.
Ronja Aronsson í leik með Fiorentina gegn Juventus.
Mynd: Getty Images
Alexandra leikur með Fiorentina.
Alexandra leikur með Fiorentina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska fótboltakonan Ronja Aronsson vandaði þjálfara Íslendingafélagsins Fiorentina ekki kveðjurnar í hlaðvarpi fyrir síðustu helgi. Hún sagði menninguna innan félagsins ekki vera til fyrirmyndar.

Aronsson var fengin til félagsins í janúar 2022 en er núna mætt aftur til Svíþjóðar þar sem hún mun leika með Piteå.

Hún sagði í hlaðvarpi fyrir síðustu helgi að hún hefði ítrekað verið kölluð „skítug hóra" þegar hún gerði mistök á æfingasvæðinu hjá Fiorentina.

Þessi ummæli vöktu mikla athygli en hún hefur núna beðist afsökunar og segir þetta vera tungumálamisskilning. „Ég skil núna að það sé hægt að nota þetta orðatiltæki þegar hlutirnir ganga ekki upp, það sé eins og að segja 'holy shit' á ensku."

„Ég upplifði slæma orku hjá Fiorentina en það var enginn sem móðgaði mig eða hæddist að mér. Ég biðst afsökunar á misskilningnum og afleiðingum hans," segir Aronsson á Instagram.

Værum að væla út af því að við værum konur
Hún dregur samt ekki í land með að andrúmsloftið hafi verið slæmt hjá félaginu og að Patrizia Panico, þjálfari liðsins, sé mjög erfið við að eiga.

„Það voru ummæli um að leikmenn væri of feitir og þess vegna værum við að tapa leikjum. Þú sást fólk sitja grátandi í búningsklefanum," sagði Aronsson og bætti við að leikmenn sem töluðu gegn þjálfaranum lentu oft í vandræðum gagnvart henni.

Hún segir að leikmenn hafi farið til stjórnar út af þjálfaranum og hennar aðferðum, en hafi fengið þau svör frá forseta félagsins að þjálfarinn yrði áfram. „Forsetinn sagði að við værum að væla út af því að við værum konur, að við gætum ekki tekist á við þetta andlega út af því. Það þýddi því ekkert að tala við hann."

Miklar breytingar hafa verið hjá Fiorentina upp á síðkastið en þjálfarinn er sá sami. Landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir gekk í raðir félagsins á síðasta ári og hefur verið í stóru hlutverki þar.
Athugasemdir
banner
banner