Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 21. apríl 2019 15:19
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi: Blautt grasið gerði De Gea erfitt fyrir
Gylfi Þór Sigurðsson var einn allra besti maður vallarins þegar Everton niðurlægði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leiknum lauk með 4-0 sigri Everton en Gylfi Þór skoraði og lagði upp í leiknum.

„Fyrsta markið breytti öllu í leiknum. Við spiluðum varnarleikinn vel eftir það og svo þegar við náðum inn öðru markinu þá jókst trúin og við stjórnuðum leiknum eftir það," sagði Gylfi í samtali við Sky Sports eftir leikinn.

Mark Gylfa kom á 28. mínútu en það var þrumufleygur fyrir utan teig. David De Gea átti lítinn sem engan möguleika á því að verja.

„Ég var lengra frá markinu en ég hélt. Ég smellhitti boltann en grasið var blautt svo að það gerði De Gea erfitt fyrir," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner