Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. maí 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo vill fá Mourinho
Ronaldo og Mourinho.
Ronaldo og Mourinho.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Cristiano Ronaldo vilji að Juventus ráði Jose Mourinho sem næsta stjóra liðsins.

Massimiliano Allegri hættir eftir tímabilið og mikið rætt um það hver verði næsti stjóri Ítalíumeistarana.

Ronaldo og Mourinho eru portúgalskir og eru með sama umboðsmann, Jorge Mendes.

Ronaldo og Mourinho voru þrjú ár saman hjá Real Madrid og þó samband þeirra hafi ekki verið orðið nægilega gott undir lokin er sagt að þeir séu tilbúnir að leggja þann ágreining til hliðar.

Mourinho er þó ekki mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Juventus eftir að hann vann þrennuna með Inter 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner