fim 21. maí 2020 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið falla og komast upp þó að keppni sé hætt
Sunderland tekur þriðja tímabilið í C-deild ef keppni verður hætt þar. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti.
Sunderland tekur þriðja tímabilið í C-deild ef keppni verður hætt þar. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti.
Mynd: Getty Images
Félög munu áfram falla og komast upp úr deildunum þremur fyrir neðan ensku úrvalsdeildina þó að það verði mögulega tekin ákvörðun um að hætta keppni vegna kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Þó að keppni verði hætt þá mun umspil fara fram, en í því munu ekki fleiri en fjögur lið taka þátt. Meðalfjöldi stiga í þeim leikjum sem búnir eru gildir ef keppni verður hætt.

Búið er að hætta keppni í D-deildinni og eins og staðan er núna þá munu Swindon, Crewe og Plymouth fara upp í C-deildina og Stevenage á leið niður.

Félög í C-deildinni hafa ekki náð að koma sér saman um hvort eigi að hætta tímabilinu eða ekki. Vonast er til þess að Championship-deildin hefjist í júní ásamt ensku úrvalsdeildinni.

Öll 71 liðin í deildunum þremur fyrir neðan ensku úrvalsdeildina þurfa að kjósa um þessar nýju reglur áður en þær taka gildi.
Athugasemdir
banner
banner
banner