fös 21. maí 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Morgan fyrirliði og Fuchs kveðja Leicester - Tóku þátt í titlinum magnaða
Wes Morgan er sannkölluð goðsögn hjá Leicester og verður það alltaf.
Wes Morgan er sannkölluð goðsögn hjá Leicester og verður það alltaf.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Wes Morgan hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Morgan var níu ár hjá Leicester og lék lykilhlutverk með liðinu þegar það kom öllum á óvart og vann Englandsmeistaratitilinn 2016.

Morgan er 37 ára og spilaði 324 leiki fyrir Leicester í öllum keppnum. Hann er fyrirliði liðsins en nýlega lyfti hann FA-bikarnum með liðinu og nafn hans verður alltaf í sögubókum félagsins.

Í yfirlýsingu frá Leicester segist félagið að sambandið við Morgan haldi áfram og hann muni áfram starfa fyrir það.

Annar leikmaður sem spilaði stórt hlutverk á Englandsmeistaratímabili Leicester, bakvörðurinn Christian Fuchs, er einnig að kveðja félagið. Fuchs er 35 ára Austurríkismaður sem kom til félagsins á frjálsri sölu 2015.

Ekki er vitað hvað Fuchs mun taka sér fyrir hendur en líklegt er að skórnir fari ekki strax á hilluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner