Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. maí 2022 17:42
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Diouck afgreiddi Víking Ó. - Þriðja jafntefli KF í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KF er búið að gera þrjú jafntefli í deildinni
KF er búið að gera þrjú jafntefli í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í 2. deild karla en liðið vann góðan 3-1 sigur á Víkingi Ólafsvík í dag á meðan Haukar og KF gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum.

Oumar Diouck kom Njarðvíkingum yfir á 11. mínútu áður en Framarinn, Andri Þór Sólbergsson, jafnaði þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Úlfur Ágúst Björnsson svaraði strax fyrir Njarðvík og náði forystunni áður en Diouck gerði fimmta mark sitt í deildinni á tímabilinu.

Njarðvík er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Víkingur aðeins með eitt stig.

Haukar og KF gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum. KF komst yfir með marki frá Julio Cesar Fernandes en Haukar náðu að snúa leiknum sér í vil á fjórum mínútum er þeir Fannar Óli Friðleifsson og Kristján Ólafsson skoruðu. Sævar Þór Fylkisson náði inn jöfnunarmarki fyrir KF þegar fjórtán mínútur voru eftir og tryggði liðinu stig.

Haukar eru með 7 stig eftir þrjá leiki en KF með þrjú stig og er þetta þriðja jafntefli liðsins af þremur mögulegum í deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Víkingur Ó. 1 - 3 Njarðvík
0-1 Oumar Diouck ('11 )
1-1 Andri Þór Sólbergsson ('52 )
1-2 Úlfur Ágúst Björnsson ('57 )
1-3 Oumar Diouck ('62 )

Haukar 2 - 2 KF
0-1 Julio Cesar Fernandes ('24 )
1-1 Fannar Óli Friðleifsson ('59 )
2-1 Kristján Ólafsson ('63 )
2-2 Sævar Þór Fylkisson ('76 )
Athugasemdir
banner
banner
banner