Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 21. maí 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Ingi hrósar ungu strákunum - „Þeir eru að standa sig frábærlega"
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var hress eftir 2-0 sigur liðsins á KA á Dalvíkurvelli í Bestu deildinni í dag en hann hrósaði ungu leikmönnum í hástert.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni á bragðið með frábæru marki áður en Emil Atlason tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þórarinn var afar ánægður með vinnsluna á liðinu í dag og hrósaði ungu leikmönnunum.

„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var hörkuleikur en við vörðumst hrikalega vel í dag og allt liðið á skilið heiður fyrir það að koma hingað, halda hreinu og skora tvö mörk. Ég gæti ekki verið sáttari."

„Við fundum eitthvað pláss þegar við náðum einherju spili en fórum ósjálfrátt að verja eitthvað í seinni hálfleik með 1-0, en síðan þegar við náðum að setja annað mark þá auðveldaði það okkur lífið en vinnslan á liðinu var til fyrirmyndar í dag."

„Þetta er hrikalega gaman og við erum með geggjaða blöndu í liðinu, gömlu og ungu. Þeir eru að standa sig frábærlega. Vinnan í þeim auðveldar okkur lífið töluvert,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KA.

Vegna tæknilegra örðuleika verður þetta eina viðtalið úr leiknum sem birtist hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner