Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   lau 21. maí 2022 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Þórarinn Ingi hrósar ungu strákunum - „Þeir eru að standa sig frábærlega"
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var hress eftir 2-0 sigur liðsins á KA á Dalvíkurvelli í Bestu deildinni í dag en hann hrósaði ungu leikmönnum í hástert.

Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni á bragðið með frábæru marki áður en Emil Atlason tvöfaldaði forystuna tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Þórarinn var afar ánægður með vinnsluna á liðinu í dag og hrósaði ungu leikmönnunum.

„Ég er hrikalega sáttur. Þetta var hörkuleikur en við vörðumst hrikalega vel í dag og allt liðið á skilið heiður fyrir það að koma hingað, halda hreinu og skora tvö mörk. Ég gæti ekki verið sáttari."

„Við fundum eitthvað pláss þegar við náðum einherju spili en fórum ósjálfrátt að verja eitthvað í seinni hálfleik með 1-0, en síðan þegar við náðum að setja annað mark þá auðveldaði það okkur lífið en vinnslan á liðinu var til fyrirmyndar í dag."

„Þetta er hrikalega gaman og við erum með geggjaða blöndu í liðinu, gömlu og ungu. Þeir eru að standa sig frábærlega. Vinnan í þeim auðveldar okkur lífið töluvert,"
sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum á eftir KA.

Vegna tæknilegra örðuleika verður þetta eina viðtalið úr leiknum sem birtist hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner