fös 21. júní 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Rodri færist nær Man City - Ætla líka að fá Maguire
Rodri færist nær Manchester City.
Rodri færist nær Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City vonast til að ganga frá kaupum á Rodri, miðjumanni Atletico Madrid, í næstu viku.

Pep Guardiola lítur á þennan 22 ára leikmann sem arftaka Fernandinho.

Rodri er með 62 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem Pep Guardiola og félagar hyggjast nýta.

Bayern München hafði áhuga á að fá Rodri en leikmaðurinn sjálfur hefur lýst yfir vilja til að ganga í raðir City og spila undir stjórn Guardiola.

Atletico hefur þegar náð í mann til að fylla skarðið en Marcos Llorente er kominn frá Real Madrid. Llorente er búinn að standast læknisskoðun og hefur verið kynntur formlega.

Í umræðu um spænska landsliðið er talað um að Rodri muni taka við keflinu af Sergio Busquets.

Manchester City vonast einnig til að fá Harry Maguire, varnarmann Leicester, til að koma í stað Vincent Kompany sem er farinn til Anderlecht og orðinn spilandi stjóri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner