Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   fös 21. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er komið í botnsætið í Bestu deild kvenna eftir tap gegn Þór/KA í kvöld. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleik, það var leiðinlegt að tapa þessum leik því mér fannst við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik," sagði Gunnar Magnús.

„Við spiluðum á löngum köflum mjög vel og vinnuframlagið til gríðarlegrar fyrirmyndar. Auðvitað er það þreytt klisja þegar þú tapar leik eftir leik. Við áttum í fullu tré við þetta lið. Mörkin voru hrikalega ódyr."

Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður Fylkis nagar sig sennilega í handabökin að gera ekki betur í tveimur mörkum Þórs/KA.

„Við erum með frábæran markvörð hana Tinnu Brá, einn af okkar öflugustu leikmönnum, hún er búin að vera frábær í sumar. Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur, það er eins með hana og aðra leikmenn, þú getur gert mistök. Held að það hafi verið skyggt á hana í fyrsta markinu, ég á eftir að ræða betur við hana," sagði Gunnar Magnús.

„Við fáum á okkur tvö mörk utan af velli og svo fast leikatriði svo þær voru ekki að spila sig í gegnum okkur. Mér fannst þetta jafn leikur og súrt að tapa. Þær eru í toppbaráttu og með sjálfstraustið á meðan við erum í botnbaráttu, það er oft þannig í fótbolta að lukkan er á bandi liðs sem er ofar í töflunni og með sjálfstraust."


Athugasemdir
banner