Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
   sun 21. júlí 2024 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Segir fréttir um að De Bruyne hafi náði samkomulagi við Al Ittihad vera ósannar
Ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir það ekki rétt að belgíski landsliðsmaðurinn Kevin De Bruyne hafi náð munnlegu samkomulagi við Al Ittihad í Sádi-Arabíu.

Blaðamaðurinn Rudy Galetti sagði frá því í dag að De Bruyne væri búinn að ná munnlegu samkomulagi við Al-Ittihad um að ganga í raðir félagsins í sumar.

De Bruyne hefur áður tala um að hann sé opinn fyrir því að spila í Sádi-Arabíu en miðjumaðurinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Manchester City.

Romano segir fréttir um að hann hafi náð samkomulagi við Al-Ittihad ósannar.

Það er í forgangi hjá Al-Ittihad að ganga frá kaupum á franska vængmanninum Moussa Diaby frá Aston Villa og síðan ætlar félagið í viðræður við Man City um brasilíska markvörðinn Ederson.


Athugasemdir
banner
banner