Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlli og Alli áfram með Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding lék í gærkvöldi lokaleik sinn í Inkasso-deild kvenna. Liðið tapaði þar á móti FH sem tryggði sér með sigrinum sæti í Pepsi Max-deildinni á komandi leiktíð.

Afturelding endaði í 5. sæti deildarinnar með 21 stig. Júlíus Ármann Júlíusson og Alexander Aron Davorsson þjálfa liðið í sameiningu. Júlíus kom inn sem þjálfari Aftureldingar vorið 2015 og hefur því verið lengi með liðið.

Alexander kom fyrir nýafstaðna leiktíð inn í þjálfarateymi Aftureldingar en hann er einnig leikmaður karlaliðs Aftureldingar.

Júlíus Ármann, Júlli, tilkynnti í viðtali í gærkvöldi að hann sé með tveggja ára samning á borðinu.

„Já það er búið að bjóða mér tveggja ára samning og stefnan hjá mér og Alla er að berjast um Pepsi Max-deildar sæti á komandi leiktíð," sagði Júlli aðspurður út í hvort hann verði með liðið áfram.

Viðtalið við Júlla má sjá hér að neðan í heild sinni.
Júlíus Ármann: Höfðum yfirhöndina en FH gekk á lagið manni fleiri
Athugasemdir
banner
banner
banner