Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 21. september 2020 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Jafnt í færamiklum leik
Ágúst gerði jöfnunarmark Víkinga.
Ágúst gerði jöfnunarmark Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 1 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('75 )
1-1 Ágúst Eðvald Hlynsson ('80 )
Rautt spjald: Ívar Örn Jónsson , HK ('83)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur og HK skildu jöfn þegar liðin áttust við í lokaleik dagsins í Pepsi Max-deildinni í Fossvogi í kvöld.

Bæði lið fengu dauðafæri til að skora í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki inn. „Gjörsamlega galið að staðan sé markalaus hér á heimavelli hamingjunnar," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu þegar flautað var til hálfleiks.

Á 71. mínútu skrifaði Kristófer: „NEI NÚ SEGI ÉG STOPP!!!!!! Kwame með frábært hlaup upp kantinn og rennir honum á Ágúst sem að er einn við vítapunktinn en dúndrar yfir. Það er afrek ef engin mörk verða skoruð."

En mörkin komu. Bjarni Gunnarsson kom HK-ingum yfir á 75. mínútu, en forystan var ekki langlíf því heimamenn jöfnuðu metin fimm mínútum síðar. Ágúst Hlynsson var grimmur í teignum og kom boltanum í netið.

HK-ingar léku einum færri frá 83. mínútu eftir að Ívar Örn Jónsson fékk að líta sitt annað gula spjald. Víkingar náðu hins vegar ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 1-1 í þessum fjöruga leik.

HK er í sjöunda sæti með 18 stig og Víkingur í níunda sæti með 15 stig. Víkingar hafa leikið einum leik minna en HK.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: Öruggur sigur ÍA á Gróttu
Pepsi Max-deildin: Íslandsmeistaraframmistaða hjá Val
Athugasemdir
banner
banner