Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 21. október 2019 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Sheff. Utd. og Arsenal: Lacazette á bekknum - McBurnie í hóp
Lokaleikur níundu umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 19:00. Nýliðar Sheffield United fá Arsenal í heimsókn á Brammal Lane.

Sheffield hefur fengið fjögur stig út úr síðustu þremur leikjum og hefur komið mörgum á óvart í deildinni til þessa. Margir spáðu liðinu falli en liðið hefur verið gífurlega vel skipulagt til þessa og er komið með níu stig eftir leikina átta.

Arsenal getur með sigri komist upp í þriðja sæti deildarinnar. Arsenal er taplaust í átta leikjum en liðið tapaði síðast fyrir Liverpool í ágúst.

Unai Emery, stjóri Arsenal, gerir eina breytingu frá 1-0 heimasigrinum gegn Bournemouth í síðasta deildarleik. Joe Willock kemur inn í liðið fyrir Dani Ceballos. Þá snýr Alexandre Lacazette aftur í hópinn hjá Arsenal eftir meiðsli en hann er byrjar á bekknum. Mesut Özil er ekki í leikmannahópnum hjá Arsenal.

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, gerir tvær breytingar frá 0-0 jafnteflinu við Watford í síðustu umferð. Oli McBurnie er á bekknum þrátt fyrir ákæru í morgun og Callum Robinson tekur sér einnig sæti á bekknum. Lys Mousset og David McGoldrick leiða línuna.

Sjá einnig: McBurnie gripinn ölvaður undir stýri - Með í kvöld?

Byrjunarlið Sheffield United: Henderson, O'connell, Egan, Basham, Baldock, Norwood, Stevens, Lundstram, Fleck, Mousset, McGoldrick.

Varamenn: Moore, Freeman, McBurnie, Sharp, Robinson, Jagielka, Besic.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Chambers, Sokratis, Luiz, Kolasinac, Xhaka, Guendouzi, Willock, Pepe, Saka, Aubameyang.

Varamenn: Martinez, Holding, Tierney, Torreira, Ceballos, Martinelli, Lacazette.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner