Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. nóvember 2020 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Dean Smith vildi fá víti: Við heyrðum allir snertinguna
Dean Smith
Dean Smith
Mynd: Getty Images
Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, var ósáttur með 2-1 tapið gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann segir að lið hans hafi verið rænt vítaspyrnu.

Brighton var 2-1 yfir í leiknum og lítið eftir af honum er Solly March braut á Trezeguet innan teigs.

Michael Oliver, dómari leiksins, benti á vítapunktinn en dró ákvörðun sína til baka eftir að hafa skoðað VAR-skjáinn.

„Ég veit ekki hvað er vítaspyrna lengur. Við heyrðum allir snertinguna á vellinum. Ef VAR segir að þetta sé ekki víti, segið þá dómaranum bara að það sé þannig. Við fengum ekki víti og verðum að taka því," sagði Smith.

„Við vorum ekki slakir. Við klúðruðum færum og gerðum stór mistök í mörkunum. Við verðum að verjast betur og Brighton var ógn í skyndisóknum en þetta var ekkert til að hafa stórar áhyggjur af."

„Við vorum með stjórn á leiknum og ef við hefðum nýtt okkar færi þá hefðum við unnið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner