De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 21. nóvember 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dregið í umspilið á fimmtudag
watermark Dregið á fimmtudag
Dregið á fimmtudag
Mynd: Getty Images
watermark Mikael Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Albaníu haustið 2022 sem tryggði liðinu góða stöðu upp á umspilið.
Mikael Anderson skoraði jöfnunarmark Íslands gegn Albaníu haustið 2022 sem tryggði liðinu góða stöðu upp á umspilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: UEFA
Á fimmtudag kemur í ljós hvaða andstæðing Ísland fær í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Umspilið er í gegnum Þjóðadeildina og eru tveir möguleikar í stöðunni fyrir Ísland.

Annað hvort fer Ísland í gegnum A-umspilið sem þriðja efsta liðið í drættinum eða í gegnum B-umspilið sem fjórða efsta liðið.

Dregið verður um hvort það verði Finnland, Úkraína eða Ísland sem fara í A-umspilið. Hin tvö fara í B-umspilið. Þessi þrjú lið voru í B-deild Þjóðadeildarinnar árið 2022 en unnu ekki sína riðla og eru því ekki niðurnegld í eina ákveðna leið. Einnig verður dregið um hvaða lið verða á heimavelli í úrslitaleikjunum.

Betra er að lenda í B-umspilinu þar sem liðin þar eru lægra skráð á heimslistanum heldur en bestu liðin í A-umspilinu.

Drátturinn hefst klukkan 11:00 á fimmtudag og fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.

Í umspilinu er spilað um þrjú laus sæti á EM. Eitt í gegnum A-umspil, eitt í gegnum B-umspil og eitt í gegnum C-umspil. Tvö einvígi eru í hverju umspili og sigurvegararnir mætast í úrslitaleik.

Fyrri liðin hér að neðan eru á heimavelli* í undanúrslitunum. Ekki er spilað heima og að heiman heldur einungis einn stakur leikur bæði í undanúrslitum og í úrslitum. Undanúrslitin fara fram 21. mars og fimm dögum síðar fara úrslitin fram.

A-umspilið
1. Pólland - Eistland
2. Wales - Finland/Úkraína/Ísland

Þetta getur breyst ef Wales kemst upp fyrir Króatíu í kvöld. Wales á leik gegn Tyrklandi og Króatía, sem er með tveimur stigum meira en Wales, á leik gegn Armeníu. Ef Wales kemst upp fyrir Króatíu þá fer Wales beint á EM í gegnum undankeppnina á kostnað Króatíu. Króatía tæki stöðu Póllands sem efsta liðið í A-umspilinu og mætir Eistlandi í undanúrslitum. Pólland yrði við það heimaliðið í einvígi tvö.

B-umspilið
1. Ísrael - Úkraína/Ísland
2. Bosnía og Hersgóvína - Finnland/Úkraína

Ísland getur ekki mætt Bosníu þar sem liðin voru saman í undankeppninni.
*Ísrael spilar heimaeliki á hlutlausum velli. Ísrael hefur spilað síðustu heimaleiki sína í Ungverjalandi

C-umspilið
1. Georgía - Lúxemborg
2. Grikkland - Kasakstan

Engin breyting getur orðið á C-umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner