Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   þri 21. nóvember 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mead snýr aftur í landsliðið eftir krossbandsslit
watermark
Mynd: EPA
watermark
Mynd: EPA
Sarina Wiegman hefur valið landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeild kvenna. Wiegman er þjálfari enska landsliðsins og er stórt nafn að snúa aftur í hópinn hjá Evrópumeisturunum.

Mead lék síðast fyrir England fyrir ári síðan en hefur ekki spilað síðan þar sem hún sleit krossband í leik með Arsenal í nóvember í fyrra. Hún hefur spilað með Arsenal undanfarnar vikur og er núna mætt aftur í landsliðið.

Mead er 28 ára framherji sem á að baki 50 landsleiki og í þeim hefur hún skorað 29 mörk.

England á leik gegn Hollandi á heimavelli og Skotlandi á útivelli í landsleikjaglugganum. England þarf að vinna báða leiki til að tryggja sér sæti í úrslitum Þjóðadeildarinnar og til að halda voninni um sæti á Ólympíuleikunum á lífi.

Enski hópurinn
Markverðir: Mary Earps (Manchester United), Hannah Hampton (Chelsea), Khiara Keating (Manchester City).

Varnarmenn: Millie Bright (Chelsea), Lucy Bronze (Barcelona), Jess Carter (Chelsea), Niamh Charles (Chelsea), Alex Greenwood (Manchester City), Maya le Tissier (Manchester United), Esme Morgan (Manchester City), Lotte Wubben-Moy (Arsenal).

Miðjumenn: Grace Clinton (Tottenham, on loan from Manchester United), Fran Kirby (Chelsea), Georgia Stanway (Bayern Munich), Ella Toone (Manchester United), Keira Walsh (Barcelona), Katie Zelem (Manchester United).

Sóknarmenn: Rachel Daly (Aston Villa), Lauren Hemp (Manchester City), Lauren James (Chelsea), Chloe Kelly (Manchester City), Beth Mead (Arsenal), Alessia Russo (Arsenal).
Athugasemdir
banner
banner