Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. janúar 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Barcelona heimsækir partýeyjuna Ibiza í kvöld
Barcelona heimsækir Ibiza í kvöld.
Barcelona heimsækir Ibiza í kvöld.
Mynd: Getty Images
Iosu Villar spilaði með Ibiza á síðasta tímabili.
Iosu Villar spilaði með Ibiza á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Marco Borriello lék með Ibiza á síðasta tímabili.
Marco Borriello lék með Ibiza á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Barcelona heimsækir UD Ibiza í 32-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld. Ibiza hefur í gegnum tíðina verið þekkt sem partýeyja en fótboltaliðið þar hefur verið á mikilli uppleið undanfarin ár.

Ibiza hefur farið upp um tvær deildir á síðustu þremur árum og er í dag í þriðja sæti í sínum riðli í spænsku C-deildinni. Amadeo Salvo, forseti félagsins, hefur lagt mikinn pening í verkefnið og hann fékk meðal annars fyrrum ítalska landsliðsmanninn Marco Borriello til að spila nokkra leiki á síðasta tímabili.

Á síðasta tímabili spilaði einnig miðjumaðurinn Iosu Villar með liði Ibiza en hann lék síðan með KA í Pepsi Max-deildinni síðari hlutann á síðasta tímabili.

Mikil stemning er hjá stuðningsmönnum Ibiza fyrir leikinn í kvöld en búið er að stækka Estadi Municipal de Can Misses, leikvanginn úr 4500 sætum í 6445 sætum fyrir leikinn. Að sjálfsögðu er uppselt á leikinn sjálfan.

Manu Gonzalez, einn þekktasti plötusnúður Ibiza, mun sjá um að halda uppi fjörinu í hátalarakerfinu fyrir leik og í hálfleik. En ekki hvað.

Pablo Alfaro, fyrrum varnarmaður Barcelona, Sevilla og Racing Santander, er þjálfari Ibiza en hann spilaði með Quique Setien þjálfara Barcelona hjá Racing Santander á sínum tíma.

„Þetta partý er partý fyrir alla á eyjunni og allt fólkið þar. Auðvitað eru Barcelona sigurstranglegri en við munum keppa við þá af fullum krafti," sagði Alfaro.

Salvo, forseti Ibiza, var reiður þegar að birt var merki næturklúbbsins Pacha en ekki merki UD Ibiza þegar rætt var um leikinn í spænskum sjónvarpsþætti á dögunum.

„Við erum alvöru félag, við erum ekki næturklúbbur," sagði Salvo ekki sáttur.

Breytt fyrirkomulag er í spænska bikarnum og ekki er leikið heima og að heiman eins og áður. Ef Ibiza vinnur óvæntan sigur í kvöld er ljóst að gott partý verður haldið á eyjunni!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner