lau 22. janúar 2022 10:45
Brynjar Ingi Erluson
Kelleher verður í marki Liverpool í bikarúrslitaleiknum
Caoimhin Kelleher mun verja mark Liverpool gegn Chelsea
Caoimhin Kelleher mun verja mark Liverpool gegn Chelsea
Mynd: EPA
Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher mun standa í marki Liverpool gegn Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins í næsta mánuði en þetta staðfesti Jürgen Klopp. stjóri Liverpool í gær.

Kelleher, sem er 23 ára gamall, hefur spilað í marki Liverpool í öllum leikjunum í deildabikarnum fyrir utan einn leik, en Alisson byrjaði fyrir undanúrslitaleikinn gegn Arsenal.

Írinn hefur átt góða leiki í keppninni og fær því tækifærið í úrslitunum gegn Chelsea þann 27. febrúar.

„Hann hefur sýnt það að hann á allt það traust skilið og þá trú sem við höfum á honum. Þannig er staðan og hann kom liðinu alla leið á Wembley," sagði Klopp.

Kelleher hefur spilað fjóra leiki í deildabikarnum á þessari leiktíð og tvo leiki í deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner