Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 22. febrúar 2020 17:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KA hafði betur gegn Fram
KA lagði Fram.
KA lagði Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 3 KA
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('17)
0-2 Nökkvi Þeyr Þórisson ('51)
1-2 Gunnar Gunnarsson ('55)
1-3 Sveinn Margeir Hauksson ('82)

KA fór með sigur af hólmi gegn Fram í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins núna áðan. Leikurinn fór fram í Egilshöll.

Gunnar Örvar Stefánsson, sem KA sótti frá Magna Grenivík, skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum kom Nökkvi Þeyr Þórisson KA í 2-0, en varnarmaðurinn Gunnar Gunnarsson minnkaði muninn fljótlega eftir það.

Hinn efnilegi Sveinn Margeir Hauksson kom KA hins vegar í 3-1 á 82. mínútu og innsiglaði sigurinn. Lokatölur 3-1 fyrir Akureyringa.

KA er með fjögur stig eftir tvo leiki og á toppi riðilsins. Fram er án stiga eftir tap gegn Keflavík í fyrsta leik sínum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner