sun 22. mars 2020 11:06
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp í baráttu við Real og Barca um Fabian Ruiz
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enska slúðrið er í fullum gangi þrátt fyrir kórónuveiruna og eru fréttamenn þar í landi löngu byrjaðir að spá í mögulegum félagsskiptum næsta sumars.


Jürgen Klopp vonast til að hafa betur í baráttunni um spænska landsliðsmanninn Fabian Ruiz, 23, sem leikur fyrir Napoli. Ruiz er eftirsóttur af Barcelona og Real Madrid og kostar um 80 milljónir evra. (Express)

Chelsea, Man Utd, Arsenal og Tottenham hafa öll áhuga á Philippe Coutinho, 27 ára framherja Barcelona sem vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)

John Terry vill sjá Chelsea kaupa Jadon Sancho, 19, en Manchester United hefur eninig áhuga á ungstirni Dortmund. (Evening Standard)

Enska úrvalsdeildartímabilið gæti þurft að klárast á sex vikum til að næsta leiktíð geti farið tímanlega af stað í ágúst. (Telegrph)

Alisson Becker, 27, og Virgil van Dijk, 28, eru við það að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. (Goal)

Kórónuveiran mun ekki bjarga Manchester City frá Meistaradeildarbanninu. (Daily Mail)

Manchester United vill selja Jesse Lingard, 27, og Andreas Pereira, 24, í sumar. (Sun)

Carlo Ancelotti vill kaupa markamaskínuna Ciro Immobile, 30, frá Lazio. Immobile er markahæstur í Serie A á tímabilinu og hefur skorað 94 mörk í 131 deildarleik frá komu sinni til Lazio fyrir fjórum árum. (Goal)

Arsenal íhugar að kaupa Chris Wood, 28 ára sóknarmann Burnley, til að fylla í skarð Pierre-Emerick Aubameyang, 30, sem gæti verið á förum í sumar. (Star)

Man Utd, Inter og Barcelona hafa öll mikinn áhuga á Aubameyang sem er fyrirliði Arsenal og metinn á 50 milljónir punda þrátt fyrir að renna út á samningi á næsta ári. (Metro)

Inter hefur einnig áhuga á Olivier Giroud, 33 ára sóknarmanni Chelsea. Giroud á að leysa Lautaro Martinez, 22, af hólmi verði Argentínumaðurinn knái seldur til Barcelona. (La Gazzetta dello Sport)

Mikel Arteta hefur áhuga á Odsonne Edouard, 22 ára framherja Celtic sem hefur verið að raða inn mörkunum fyrir skoska stórveldið. Leicester og Everton hafa einnig áhuga á Frakkanum. (Mirror)

Kórónuveiran gæti gefið PSG meiri tíma til að sannfæra Kylian Mbappe, 21, um að skrifa undir nýjan samning. Ungstirnið er talið vilja skipta yfir til Real Madrid þegar samningur hans við PSG rennnur út eftir tvö ár. (Marca)

Man Utd er í viðræðum við Atletico Madrid um Thomas Lemar, 24 ára kantmann frá Frakklandi sem Liverpool og Arsenal hafa sýnt áhuga. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner