Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   mið 22. mars 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solbakken lætur Zlatan heyra það eftir ummæli hans um Katar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty Images
Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, lét sænsku ofurstjörnuna Zlatan Ibrahimovic heyra það er hann ræddi við fréttamenn í dag.

Zlatan er mættur aftur í sænska landsliðið þrátt fyrir að vera 41 árs gamall. Hann sat sjálfur fyrir svörum á blaðamannafundi í gær en þar var hann spurður út í ferð sína til Katar. Zlatan var staddur í landinu á meðan HM var og þar hrósaði hann landinu í hástert, sagði allt vera upp á tíu.

„Katar er með kerfi sem virkar. Eru eiturlyf þar? Nei. Eru glæpir þar? Nei. Eru glæpir í Svíþjóð? Já. Eru eiturlyf? Já. Kerfið virkar í Katar," sagði Zlatan og bætti við að þetta væri örugglega ekki svarið sem fréttamenn vildu heyra.

Það var mikið gagnrýnt að HM væri haldið í Katar út af miklum mannréttindabrotum þar í landi. Smkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í sérstök fyrirliðabönd sem ákveðin lið ætluðu að nota á mótinu. Því ákvað FIFA að banna þau.

Norðmenn voru mjög harðir í sinni gagnrýni fyrir mótið en Solbakken er svo sannarlega ekki sammála Zlatan.

„Samfélaginu er stjórnað á mjög slæman hátt og Zlatan fór langt yfir strikið. Ég held að allir viti hvar ég stend í þessari umræðu. Katar hefði aldrei átt að fá að halda HM. Katar er ekki góð gestgjafaþjóð miðað hvar yfirvöld þar standa í málum er varðar samkynhneigð og mannréttindi," sagði Solbakken.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner