Hinn 24 ára gamli Jota Silva spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Portúgal í 5-2 sigrinum á Svíþjóð í gær en saga hans er ævintýraleg.
Silva er uppalinn hjá Sousense, sem spilar í utandeildinni í Portúgal, áður en hann færði sig yfir til Pacos Ferreira, sem spilaði þá í úrvalsdeildinni.
Hann fékk aldrei tækifærið með aðalliði Pacos Ferreira og fór því aftur til Sousense aðeins ári síðar.
Tímabilið 2018-2019 spilaði hann í utandeildinni með Sousense en færði sig hratt upp um deildir. Fyrir tveimur árum gekk hann í raðir Vitoria Guimaraes þar sem hann hefur spilað frábærlega og var hann á dögunum valinn í A-landslið Portúgals.
Jota Silva kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir af leiknum í sínum fyrsta A-landsleik. Ekki nóg með það þá spilaði hann í Guimaraes og var því vel fagnað af stuðningsmönnum heimamanna.
Jota Silva is on for his Portugal debut!
— Próxima Jornada (@ProximaJornada1) March 21, 2024
What a moment for him. Playing in the district leagues in 2019 and now on for his Seleção debut.
Not only that, but to make his debut in Guimarães, the city where he is absolutely adored. Fans chanting his name as he enters. pic.twitter.com/ZaKdfflf38
Athugasemdir