Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. apríl 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Messi með tvennu í mikilvægum sigri
Mynd: Getty Images
Barcelona vann mjög mikilvægan sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Barcelona er í baráttu við Atletico Madrid, Real Madrid og Sevilla um spænska meistaratitilinn. Það má ekki við miklum mistökum í þessari baráttu og Barcelona varð á engin mistök í kvöld.

Lionel Messi kom Börsungum yfir en Getafe jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Um miðbik fyrri hálfleiks komst Barcelona aftur yfir með sjálfsmarki leikmanns Getafe, og fimm mínútum eftir það gerði Messi annað mark sitt og þriðja mark Barcelona.

Enes Unal minnkaði muninn fyrir Getafe af vítapunktinum á 69. mínútu en Ronald Araujo og Antoine Griezmann sáu til þess að Börsungar fóru af vellinum með bros á vör. Lokatölur 5-2 og er Barcelona fimm stigum frá toppnum með leik til góða. Getafe er í 15. sæti.

Granada vann öruggan sigur á Eibar og Real Sociedad hafði betur gegn Celta í hinum leikjum kvöldsins. Sociedad er komið upp í fimmta sæti.

Barcelona 5 - 2 Getafe
1-0 Lionel Andres Messi ('8 )
1-1 Clement Lenglet ('12 , sjálfsmark)
2-1 Sofian Chakla ('28 , sjálfsmark)
3-1 Lionel Andres Messi ('33 )
3-2 Enes Unal ('69 , víti)
4-2 Ronald Araujo ('87 )
5-2 Antoine Griezmann ('90 , víti)

Granada CF 4 - 1 Eibar
1-0 Roberto Soldado ('21 )
2-0 Antonio Puertas ('37 )
2-1 Kike ('64 )
3-1 Roberto Soldado ('77 )
4-1 Kenedy ('81 )

Real Sociedad 2 - 1 Celta
0-1 Hugo Mallo ('22 )
1-1 Cristian Portu ('25 )
1-1 Aleksander Isak ('29 , Misnotað víti)
2-1 Adnan Januzaj ('39 , víti)

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Atletico upp fyrir nágranna sína á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner